Heim 1. tbl 2021 Bergrún lokar sínum fyrstu Paralympics

Bergrún lokar sínum fyrstu Paralympics

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Bergrún lokar sínum fyrstu Paralympics
0
44

Frjálsíþróttakonan Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir frá FH hefur lokað sínum fyrstu Paralympics en í dag hafnaði hún í 8. sæti í langstökkskeppni T37 kvenna. Bergrún stökk lengst 4,04 metra en hennar besti árangur í greininni er 4,27 metrar.


Hin kínverska Xiaoyan Wen varð meistari með stökki upp á 5,13 metra. Wen þessi varð einnig heimsmeistari árið 2019 þegar þær Bergrún mættust í langstökkinu á HM í Dubai.


Stökksería Bergrúnar:3,74 – x – 4,04 – 3,85 – 4,01 – 3,92 


Ísland hefur nú lokið þátttöku sinni í frjálsíþróttakeppninni á Paralympics þar sem Patrekur Andrés Axelsson úr FH kemur heim með nýtt Íslandsmet í 400m hlaupi T11. Bergrún kemur með annað met eða 9,57 metra í kúluvarpi. Glæsilegur árangur og til hamingju Patrekur og Bergrún. 

Sækja skyldar greinar
Load More By merla
Load More In 1. tbl 2021
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Árangursríkt samstarfsverkefni ÍF og Félagsmálaráðuneytisins

Ásmundur Einar Daðason, Félags og barnamálaráðherra hefur undanfarin tvö ár staðið að baki…