Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir frá FH stórbætti Íslandsmetið sitt í kúluvarpi F37 á Paralympics í Tokyó í dag. Fyrra met hennar í greinnni var 9.10m sem hún setti á Íslandsmóti ÍF fyrr í sumar. Í kvöld stórbætti hún metið á Ólympíuleikvanginum í Tokyo þegar hún kastaði 9,57 metra!
Metið kom strax í fyrstu tilraun þegar Bergrún varpaði kúlunni 9,57 metra. Annað kast var ógilt og þriðja kastið var aftur yfir gamla metinu þegar hún kastaði 9,41m. Fjórða kastið var ógilt og það fimmta reyndist 8,44 m. Í sjötta og síðasta kastinu fór hún 9,01m. og þar við sat og 7. sætið staðreynd.
Sigurvegari kvöldsins var hín öfluga Lisa Adams frá Nýja Sjálandi en hún setti Paralympic met þegar hún varpaði kúlunni 15,12 metra.
Myndir: Helene Wiesenhaan