Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir, FH, hafnaði áðan í 4. sæti í langstökki T37 á Evrópumeistaramóti IPC í Póllandi. Lengsta stökk Bergrúnar var 4,11 metrar en Íslandsmet hennar er 4,3 metrar.
Hin rússneska Anna Sapozhikova hafði sigur í langstökkskeppni T37 er hún stökk 4,60 metra.
Patrekur Axelsson keppti ekki í 400m hlaupi í dag vegna meiðsla. Hann er skráður í 100m hlaup á lokakeppnisdegi og verður kannað hvort hann geti hlaupið þá grein. Patrekur fór einnig út til flokkunar sem er algeng aðgerð í alþjóðlegu mótahaldi á vegum IPC og nú er ljóst að keppnisflokkur T11 verður hans flokkur til frambúðar. Algengt er að íþróttafólk fari amk tvisvar sinnum á ferlinum í flokkun en í flokkunum ákvarðast keppnisflokkar fatlaðra miðað við læknisskoðanir.
Á morgun er viðburðaríkur dagur þar sem Ingeborg Eide Garðarsdóttr og Bergrún Ósk keppa í kúluvarpi og Bergrún gerir gott betur þar sem hún verður einnig í 200m hlaupi. Stefanía Daney Guðmundsdóttir keppir svo í 400m hlaupi.