Íþróttasamband fatlaðra tók nýverið á móti styrk frá Kiwanisklúbbnum Heklu en Heklumenn eru jafnan þekktir sem vorboðinn ljúfi í starfi sambandsins.
Kiwanisklúbburinn Hekla hefur um árabil styrkt myndarlega við starfsemi ÍF og verður meðlimum klúbbsins seint fullþakkaður sá stuðningur.
Ólafur Magnússon, framkvæmdastjóri fjármála- og afrekssviðs, ásamt Þórði Árna Hjaltested, formanni ÍF, veittu styrknum móttöku á dögunum en það voru þeir Garðar Hinriksson, Ólafur G. Karlsson og Sighvatur Halldórsson, forseti Kiwanisklúbbsins Heklu, sem afhentu styrkinn fyrir hönd Heklumanna.
Það er Íþróttasambandi fatlaðra afar mikilvægt að eiga jafnöfluga stuðningsaðila og raun ber vitni enda eykst verkefnastaða sambandsins umtalsvert með ári hverju sem er fagnaðarefni.