Sundkonan Thelma Björg Björnsdóttir var að ljúka keppni í úrslitum í 100m bringusundi SB5 þar sem hún hafnaði 8. sæti á tímanum 1:54,88 mín. Hin úkraínska Yelezaveta Mereshka varð Paralympic-meistari á tímanum 1:40,59 mín.
Thelma sem synti á 1:54,02 í undanrásum var ögn hægari í úrslitasundi kvöldsins en hún á núna eina grein eftir við mótið og það er keppni í 400m skriðsundi í flokki S6.