Fyrsta keppnisdegi er lokið hjá Íslandi á Paralympics í Tokyo. Róbert Ísak Jónsson var rétt í þessu að hafna í 6. sæti í 100m flugsundi S14 þar sem hann setti tvö ný Íslandsmet.
Róbert setti met á millitíma í 50m og svo bætti hann Íslandsmetið sitt frá því í morgun þegar hann kom í bakkann á 58,06 sek. Millitíminn hans í kvöld var 26,56 sek en fyrra met hans í 50m flugsundi var 26,73 sek.
Glæsilegur dagur að baki hjá Róberti en sigurvegari sundsins var brasilíumaðurinn Gabriel Bandeira á nýju Paralympic-meti þegar hann synti á 54,76 sek. en heimsmetið í greininni á Bretinn Reece Dunn sem tók silfrið í kvöld en sá tími er 54,46 sek.