Sundmaðurinn Róbert Ísak Jónsson setti áðan nýtt Íslandsmet í undanrásum í 100m flugsundi S14 á Paralympics í Tokyo.
Róbert varð sjöundi inn í úrslit kvöldsins á tímanum 58,34 sek. Fyrra met hans var 58,54 sek. Glæsilega gert hjá Róberti að bæta metið sitt á stóra sviðinu og því bíður hans úrslitasundi í kvöld.
Bretinn Reece Dunn var fyrstur í undanrásum á tímanum 55,99 sek og því ljóst að það verða svakaleg úrslitin í greininni.
Mynd/ JBÓ – Róbert í undanrásum 100m flugsunds í flokki S14.