Heim 1. tbl 2021 ÍF og Valitor framlengja samstarfssamning sinn.

ÍF og Valitor framlengja samstarfssamning sinn.

2 min read
Slökkt á athugasemdum við ÍF og Valitor framlengja samstarfssamning sinn.
0
670

Íþróttasamband fatlaðra og Valitor endurnýjuðu á dögunum samstarfs- og styrktarsamning sín á milli. Fyrir vikið verður Valitor áfram einn af helstu bakhjörlum sambandsins fyrir undirbúning og þátttöku keppnda ÍF á Paralympics sem fram fara í Tokyo 2021. 

Þórður Árni Hjaltested formaður ÍF og Herdís Fjeldsted framkvæmdastjóri Valitor undirrituðu nýja samninginn í blíðskaparviðri í Laugardal. Með þeim í för var Arna Sigríður Albertsdóttir sem þessi dægri dvelur í Japan og tekur brátt þátt í sínum fyrstu Paralympics. Arna verður jafnframt fyrsta hjólreiðamanneskjan frá Íslandi til þess að keppa á Paralympics.

Samstarf ÍF og Valitor spannar áratugaskeið og hefur Valitor varðað leiðina með ÍF í íþróttum og lýðheilsu fatlaðra. „Það er lífsnauðsynlegt fyrir samband eins og okkar að njóta krafta öflugra aðila eins og Valitor. Á afrekssviði fatlaðra harðnar keppnin frá ári til árs og miklu til kostað í viðleitni okkar til að vera á meðal þeirra fremstu,“ sagði Þórður Árni eftir undirritun samningsins. 

Sækja skyldar greinar
  • Evrópumót Virtus

    Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…
  • Evrópuleikar ungmenna

    Evrópuleikar ungmenna – European Para Youth Games (EPYG) hafa verið haldnir frá árin…
  • Ein af betri æfingaaðstöðum á landinu

    Borðtennisfélag Reykjanesbæjar fékk nýveri ðafnot hluta af gömlu slökkvistöðinni í Reykjan…
Load More By merla
Load More In 1. tbl 2021
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Evrópumót Virtus

Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…