Paralympics fara fram í Tokyo dagana 24. ágúst – 5. september næstkomandi. Alls munu sex íslenskir keppendur taka þátt á leikunum og fimm af þeim munu taka þátt í sínum fyrstu leikum á ferlinum.
Íslenski hópurinn heldur utan þann 15. ágúst næstkomandi og mun dvelja í æfingabúðum í Tama fram til 21. ágúst þegar hópurinn færir sig inn í Paralympic-þorpið.
Aðalfararstjóri í ferðinni verður Jón Björn Ólafsson.
Í London 2012 var Ísland með fjóra keppendur, í Ríó de Janeiro 2016 átti Ísland fimm fulltrúa og í ár eru keppendurnir orðnir sex talsins og því virkilega ánægjulegt að sjá stöðuga fjölgun í hópi Íslands á þessu stærsta sviði afreksíþróttanna.
Þórður Árni Hjaltested formaður Íþróttasambands fatlaðra verður gestur við leikana en í ljósi sóttvarna verða áhorfendur ekki heimilaðir nema að afar takmörkuðu leyti.
Sökum sóttvarna í Japan mun íslenski hópurinn svo koma heim aftur til Íslands þann 1. september, 4. september og 6. september