Áætlað er að yfirvöld í Japan muni heimila allt að 10.000 áhorfendur á viðburðum Ólympíuleikanna og Paralympics þegar yfirstandandi neyðarsástandi vegna COVID-19 verður aflétt í landinu. Tokyo-borg og önnur svæði í Japan eru enn við neyðarástand sem sett var á í aprílmánuði.
Samkvæmt vefmiðlinum www.insidethegames.biz mega 5000 áhorfendur vera á viðburðum, eða um 50% af heildarsætarýmum hvers leikvangs, þessi tala verður tvöfölduð meðan á leikunum stendur. Sem fyrr er ljóst að erlendir áhorfendur verða ekki leyfðir við leikana og því á fjöldatakmörkunin einungis við um heimamenn.
Ísland sendir fjóra keppendur á Paralympics og enn eiga nokkrir íþróttamenn möguleika á að komast inn á leikana en það skýrist á næstu misserum.