Róbert Ísak Jónsson hafnaði í 4. sæti í 200m fjórsundi S14 á tímanum 2:14,85 mín. Sigurvegarinn var Gabriel Bandera á 2:10,92 mín. en hann kemur frá Brasilíu sem gestakeppandi á mótinu og því er Róbert Ísak bronsverðlaunahafi Evrópumótsins. Róbert hjó nærri Íslandsmeti sínu í kvöld en náði ekki að slá það en sá tími er 2:14,16 mín. og hefur staðið allar götur síðan á EM í Dublin 2018
Róbert Ísak Jónsson hlaut í kvöld bronsverðlaun í 200m fjórsundi en það eru fyrstu verðlaun Íslands á mótinu. Hafnfirðingurinn hjó nærri Íslandsmeti sínu í greininni en Róbert syndir fyrir SH/Fjörð.
Már Gunnarsson keppti í úrslitum í 100m skriðsundi S11 og hafnaði þar í 7. sæti á tímanum 1:04.21 mín. Már setti Íslandsmetið í greininni fyrr á þessu ári en metið er 1:02,96 mín.