Heim 1. tbl 2020 Þokast í rétta átt
 — Verkefni ÍF innanlands

Þokast í rétta átt
 — Verkefni ÍF innanlands

5 min read
Slökkt á athugasemdum við Þokast í rétta átt
 — Verkefni ÍF innanlands
0
2,331

Nú þokast verkefni Íþróttasambands fatlaðra og annarra í rétta átt. Þegar þetta er skrifað ríkir enn veruleg óvissa vegna COVID19 en sökum útbreiðslu veirunnar þurfti ÍF eins og aðrir að fresta eða fella niður fjölmörg verkefni. Nú hinsvegar er að rofa til og þegar nokkur verkefni komin á dagskrá og ljóst að í júlíbyrjun verður hægt að halda sumarbúðir ÍF að Laugarvatni.

Sumarbúðir Íþróttasambands fatlaðra hafa í rúma þrjá áratugi verið einkar vinsælar og því mikið ánægjuefni fyrir ÍF að geta haldið búðirnar þetta árið. Breyta varð tímasetningunni sökum corona-veirunnar en líkt og fyrri ár munu búðirnar skiptast í tvær vikur og sú fyrri verður 3.-10. júlí og hin síðari 10.-17. júlí. Jafnan komast færri að en vilja enda dagskráin fjölbreytt og skemmtileg fyrir alla aldurshópa. Þeir sem vilja kynna sér búðirnar nánar geta farið hér á Facebook-síðu búðanna.

Íslandsmót ÍF í sundi fer þetta sumarið fram í sameiginlegu mótahaldi ÍF og SSÍ en mótið verður haldið dagana 17.-19. júlí. Mótið fer fram í Laugardalslauginni í Reykjavík en forskráningu er þegar lokið og ættu gögn um mótið að verða brátt aðgengileg á bæði heimasíðu SSÍ og ÍF.

Íslandsmót ÍF í frjálsum utanhúss hefur enn ekki fengið endanlega staðfestingu þegar þetta er ritað en að öllum líkindum gæti það farið fram í lok júlímánaðar. Frekari tíðindi af mótahaldinu verða send aðildarfélögum ÍF og upplýsingar verður þá einnig hægt að nálgast á www.ifsport.is 

Íslandsmót ÍF í einliðaleik og sveitakeppni í boccia og lyftingum munu fara fram á Selfossi í októbermánuði. Vegna COVID19 er í skoðun að setja saman í eina helgi bæði eintaklings- og sveitakeppnina í boccia og ljóst að það verður mikið við að vera þessa fyrstu helgi októbermánaðar á Suðurlandi. Eins mun keppni í lyftingum fara fram samhliða en ákveðið var að Íslandsmót ÍF í borðtennis færi fram í Reykjavík. Endanleg dagsetning fyrir mótið liggur ekki fyrir að svo stöddu.

Þá eru æfingabúðir afrekshóps ÍF áætlaðar á Laugarvatni 29. júní til 2. júlí. Þar mun frjálsíþróttahópurinn halda tvö opin mót svokölluð Gullmót ÍF þar sem öllum sem æfa frjálsar fatlaðra er boðið að koma í heimsókn og taka þátt með afreksfólkinu. Nánar um mótin og keppnisgreinar er að finna á mótaforriti FRÍ  http://82.221.94.225/MotFri/

Við biðjum alla hlutaðeigandi að sýna biðlund á meðan mótahald innanlands skýrist endanlega og hlýða í einu og öllu tilmælum almannavarna og landlæknis. Við munum komast í gegnum þetta í sameiningu af því að #ViðErumÖllAlmannavarnir 

Sækja skyldar greinar
  • Evrópumót Virtus

    Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…
  • Evrópuleikar ungmenna

    Evrópuleikar ungmenna – European Para Youth Games (EPYG) hafa verið haldnir frá árin…
  • Ein af betri æfingaaðstöðum á landinu

    Borðtennisfélag Reykjanesbæjar fékk nýveri ðafnot hluta af gömlu slökkvistöðinni í Reykjan…
Load More By merla
Load More In 1. tbl 2020
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Evrópumót Virtus

Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…