Heim Áfram veginn Sundleikjadagur IDEAL kominn til að vera!

Sundleikjadagur IDEAL kominn til að vera!

4 min read
Slökkt á athugasemdum við Sundleikjadagur IDEAL kominn til að vera!
0
713

IDEAL project er evrópskt verkefni sem byggir í grunninn á því að auka hreyfingu einstaklinga með þroskahömlun. Hlutverk Íslands í þessu verkefni var sundíþróttin og að auka hreyfingu barna með þroskahömlun í gegnum sundíþróttina. Hér á landi var settur af stað sundviðburður þar sem börnum á grunnskólaaldri var boðið að mæta í eitt skipti í sund í sínum heimabæ og var viðburðinn kallaður sundleikjadagur IDEAL. Íþróttafræðingur stýrði æfingu með grunnþætti sundíþróttarinnar að leiðarljósi. Afreksmanneskja í sundi sem sjálf er með þroskahömlun var fengin til að aðstoða í sundlauginni og segja frá sinni reynslu af sundíþróttinni. Viðburðurinn gekk vel en alltaf er hægt að bæta í og gera meira.

Markmiðið er að halda verkefninu gangandi hér á landi með endurteknum sundviðburðum þar sem sundíþróttin verður kynnt fyrir þeim einstaklingum sem vantar aukna hreyfingu í sinn lífstíl og þeirra sem hafa áhuga á sundi. Verkefnið er unnið í samstarfi við Íþróttasamband fatlaðra og aðildafélög innan þeirra raða sem eru með sundþjálfun fyrir börn og ungmenni.

Sundviðburðir IDEAL snúast um að kynna sundíþróttina fyrir börnum með þroskahömlun á öllum aldri. Dagskrá sundleikjadags IDEAL snýst að miklu leiti um fræðslu og kynningu á því starfi sem nú þegar er verið að vinna innan aðildarfélaga Íþróttasambands fatlaðra. Einnig að koma upplýsingum um æfingartíma, staðsetningar og tengiliði til þess að komast á sundæfingu hjá félagi í heimabyggð eftir að viðburðinum lýkur.

Sundleikjadagur IDEAL 2019 var haldinn í nóvember, planið var að endurtaka viðburðinn nú í lok árs 2020 en vegna aðstæðna verður honum frestað um ár. Árið 2019 var frumraun í viðburðum sem þessum og var sá viðburður smár en vonast er til að ná til enn fleiri einstaklinga árið 2021 með ennþá umfangsmeiri sundleikjadags IDEAL.

Þeir sem vilja fræðast nánar um IEDAL verkefnið geta haft samband við undirritaða á Gudmunda11@ru.is

Með von um að sjá sem flesta í sundlauginni að ári.

Guðmunda Gestsdóttir fyrir hönd IDEAL project

Sækja skyldar greinar
  • Evrópumót Virtus

    Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…
  • Evrópuleikar ungmenna

    Evrópuleikar ungmenna – European Para Youth Games (EPYG) hafa verið haldnir frá árin…
  • Ein af betri æfingaaðstöðum á landinu

    Borðtennisfélag Reykjanesbæjar fékk nýveri ðafnot hluta af gömlu slökkvistöðinni í Reykjan…
Load More By merla
Load More In Áfram veginn
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Evrópumót Virtus

Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…