Heim Áfram veginn Aldarfjórðungur og hvergi nærri hætt

Aldarfjórðungur og hvergi nærri hætt

5 min read
Slökkt á athugasemdum við Aldarfjórðungur og hvergi nærri hætt
0
1,120

Samstarf Össurar og Íþróttasambands fatlaðra á sér 25 ára farsæla sögu sem styrkist með hverju ári.  Nýverið var gengið frá áframhaldandi samstarfssamningi til næstu fjögurra ára og eru spennandi tímar framundan. Helgi Sveinsson spjótkastari stefnir ótrauður á Ólympíumót fatlaðra í Tokyo sem allir vona að fari fram á næsta ári og Hilmar Snær Örvarsson skíðakappi stefnir hraðbyr að vetrarleikunum í Beijing árið 2022. Þá eru ótalin fjölmörg önnur mót, stór og smá, sem afreksfólkið okkar bæði hér á Íslandi og út um allan heim mun taka þátt í á næstu árum. 

Við hjá Össuri höfum lagt okkur fram við að styðja við bakið á aflimuðum íþróttamönnum víðs vegar um heiminn og sjá til þess að þeir geti notast við framúrskarandi stoðtæki, bæði í keppni og daglegu lífi, sem hjálpa þeim að ná markmiðum sínum. Meðlimir í “Team Össur“ keppa í ýmsum íþróttagreinum og uppskeran á undanförnum árum hefur verið afar góð. Margfaldir heims- og Ólympíumótsmeistarar þar á ferð. Um þessar mundir eru um 20 meðlimir í Team Össur sem bíða spenntir eftir að æfinga- og keppnisdagskráin komist í eðlilegra horf og vonum við öll að þau fá tækifæri til að sýna hvað í þeim býr á Ólympíumóti fatlaðra í Tokyo á næsta ári.  

Á næstu vikum mun RÚV sýna metnaðarfulla þáttaröð um sögu Ólympíumóta fatlaðra (e. Paralympics) þar sem bestu afrek og helstu minningar keppenda, þjálfara og annarra munu birtast landsmönnum. Undanfarin ár hefur orðið mjög jákvæð þróun hvað varðar sýnileika íþróttafólks sem glímir við líkamlega fötlun. Að hafa slíkar fyrirmyndir fyrir augum er liður í því að fá fleiri úr röðum fatlaðra til að stunda hreyfingu og íþróttir enda vitum við hversu góð áhrif slíkt getur haft bæði á líkamlega og andlega heilsu. 

Við sem störfum hjá Össuri erum svo lánsöm að fá að kynnast hæfileikaríkum einstaklingum um allan heim sem eru að gera magnaða hluti. Þáttaröðin á RÚV mun vonandi auka vitund almennings um þá fjölbreyttu möguleika sem standa fötluðum til boða hvað varðar íþróttaiðkun.

Össur er stoltur bakhjarl Íþróttasambands fatlaðra og við hlökkum til samstarfs komandi ára.

Edda Heiðrún Geirsdóttir,
Forstöðumaður samskiptasviðs Össurar hf.

Sækja skyldar greinar
  • Evrópumót Virtus

    Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…
  • Evrópuleikar ungmenna

    Evrópuleikar ungmenna – European Para Youth Games (EPYG) hafa verið haldnir frá árin…
  • Ein af betri æfingaaðstöðum á landinu

    Borðtennisfélag Reykjanesbæjar fékk nýveri ðafnot hluta af gömlu slökkvistöðinni í Reykjan…
Load More By merla
Load More In Áfram veginn
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Evrópumót Virtus

Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…