Heim Áfram veginn Sund og Boccia í Hafnarfirði

Sund og Boccia í Hafnarfirði

3 min read
Slökkt á athugasemdum við Sund og Boccia í Hafnarfirði
0
1,768

Íþróttafélagið Fjörður er íþróttafélag fatlaðra í Hafnarfirði. Íþróttafélagið var stofnað 1. júní 1992 og sinnir þörfum þeirra sem eru andlega og/eða líkamlega fatlaðir. Innan raða Fjarðar er lagt stund á sund og boccia. 
Sundinu er skipt í þrjá hópa eftir getustigi, Sílahóp, Höfrungahóp og Hákarlahóp. Boðið upp á að æfa þrisvar til sjö sinnum í viku og fara æfingar fram í glæsilegri aðstöðu í Ásvallalaug.

Sundmenn Fjarðar hafa náð mjög góðum árangri jafnt innanlands sem utan. Félagið hefur orðið bikarmeistari ÍF í sundi síðastliðin 12 ár og erlendis hafa unnist margir titlar, meðal annars heimsmeistaratitill, verðlaun á Evrópumóti og fjöldi Norðurlandameistaratitla. Liðsmenn Fjarðar hafa reglulega sótt mót erlendis og undanfarin ár hefur verið farið á Malmö Open í Svíþjóð. Á haustin höldum við Fjarðarmótið þar sem við bjóðum öðrum íþróttafélögum til keppni og svo tökum við þátt í öllum mótum sem ÍF og aðildarfélög standa fyrir. Einnig mætum við á flest þau mót hjá Sundsambandi Íslands sem okkur stendur til boða.
Yfirþjálfari er Ingibjörg Ólafsdóttir, íþróttafræðingur frá HÍ.
Boccia er stundað tvisvar í viku í íþróttahúsi Víðistaðaskóla. Haldin eru tvö innanfélagsmót, jólamót og þorramót. Á þorramótið bjóðum við bæjarstjórnum Hafnarfjarðar og Garðabæjar auk stjórnar ÍBH að mæta og keppa við okkar iðkendur. Svo tökum við að sjálfsögðu þátt í öðrum mótum innanlands.


Yfirþjálfari í boccia er Valgerður Hróðmarsdóttir en hún hefur séð um boccia þjálfun frá stofnun félagsins 1992.
Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu félagsins www.fjordursport.is eða á Facebook www.facebook.com/fjordurithrottafelag.

Sækja skyldar greinar
  • Evrópumót Virtus

    Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…
  • Evrópuleikar ungmenna

    Evrópuleikar ungmenna – European Para Youth Games (EPYG) hafa verið haldnir frá árin…
  • Ein af betri æfingaaðstöðum á landinu

    Borðtennisfélag Reykjanesbæjar fékk nýveri ðafnot hluta af gömlu slökkvistöðinni í Reykjan…
Load More By merla
Load More In Áfram veginn
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Evrópumót Virtus

Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…