Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir er ein af sex manna afrekshópi Íslands sem nú dvelur í Tokyo í Japan við lokaundirbúning fyrir Paralympics sem eru 24. ágúst – 5. september.
Hvatisport.is greip Bergrúnu eftir æfingu í dag á Tama City Athletics Field þar sem okkar kona var hin kátasta eftir langt og strangt ferðalag til Japan.
Bergrún keppir í flokki T37 og mun keppa í bæði langstökki og kúluvarpi á leikunum dagana 28. og 29. ágúst.