Heim 1. tbl 2022 ÍF afhenti Rúmfatalagernum Paralympic-kyndilinn 2022

ÍF afhenti Rúmfatalagernum Paralympic-kyndilinn 2022

1 min read
Slökkt á athugasemdum við ÍF afhenti Rúmfatalagernum Paralympic-kyndilinn 2022
0
721

Íþróttasamband fatlaðra og Rúmfatalagerinn hafa átt í öflugu samstarfi í hart nær þrjá áratugi. Rúmfatalagerinn er einn helsti samstarfs- og styrktaraðili ÍF. Nýverið fóru fulltrúar ÍF til fundar við okkar öfluga fólk hjá Rúmfatalagernum og kom formaðurinn Þórður Árni Hjaltested færandi hendi.

Þórður afhenti þá Rúmfatalagernum Paralympic-kyndilinn fyrir Vetrar Paralympics 2022 sem fram fóru í Peking í Kína. Ísland fékk úthlutað tveimur kyndlum og munu þeir framvegis hafa samastað hjá Össur og nú Rúmfatalagernum sem ævarandi tákn um öflugt og gott samstarf í gegnum árin. Þessir kyndlar eru framleiddir í afar takmörkuðu upplagi og því um einstaka safngripi að ræða.

Rósa Dögg Jónsdóttir markaðsstjóri Rúmfatalagersins og Þórarinn Ólafsson framkvæmdastjóri tóku við kyndlinum frá Þórði Árna formanni og Ólafi Magnússyni framkvæmdastjóra fjármála- og afrekssviðs ÍF.

Mynd/ JBÓ

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 1. tbl 2022
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Afturelding af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“

Ungmennafélagið Afturelding hefur farið af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“ sem er…