Heim 2. tbl 2019 Silfur og brons hjá Hilmari í Hollandi

Silfur og brons hjá Hilmari í Hollandi

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Silfur og brons hjá Hilmari í Hollandi
0
818

Skíðavertíðin hófst með látum hjá Hilmari Snæ Örvarssyni í Hollandi þetta árið þegar hann vann til tvennra verðlauna á IPC-mótum sem fram fóru í inniaðstöðunni í Landgraaf. Hilmar var aðeins skráður til leiks í svigkeppnum mótanna. 

Ólíkt reglum annarra móta á komandi tímabili voru þrjár ferðir í hverju móti og tíminn í öllum ferðum síðan lagður saman. Fyrstu tvö mótin voru minni í sniðum, mót á vegum IPC þar sem Hilmar hafnaði á tveimur keppnisdögum í 3. og 4. sæti. Að IPC-mótunum loknum tóku við fyrstu keppnisdagarnir á Evrópumótaröðinni. Þar ætlaði Hilmar að leggja allt í sölurnar en lítil mistök í fyrstu ferð fyrra mótsins leiddu til þess að honum hlekktist á og lauk því ekki keppni. Á lokakeppnisdeginum gekk svo nánast allt upp þar sem hann var með annan besta tímann í fyrstu og annarri ferð en besta brautartímann í þeirri síðustu og hafnaði í öðru sæti mótsins. 

Eftir fyrstu tvö mótin af átta í EC-svigmótaröðinni er Hilmar Snær í 3. sæti stigalistans. Núna 18. desember keppir hann í St. Moritz og svo strax í janúarmánuði verður nóg við að vera hjá Hilmari á meginlandi Evrópu, svo fylgist vel með á ifsport.is.

Sækja skyldar greinar
  • Evrópumót Virtus

    Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…
  • Evrópuleikar ungmenna

    Evrópuleikar ungmenna – European Para Youth Games (EPYG) hafa verið haldnir frá árin…
  • Ein af betri æfingaaðstöðum á landinu

    Borðtennisfélag Reykjanesbæjar fékk nýveri ðafnot hluta af gömlu slökkvistöðinni í Reykjan…
Load More By merla
Load More In 2. tbl 2019
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Evrópumót Virtus

Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…