Heim 2. tbl 2019 Þjálfarahugleiðingar í borðtennis

Þjálfarahugleiðingar í borðtennis

11 min read
Slökkt á athugasemdum við Þjálfarahugleiðingar í borðtennis
0
1,196

Borðtennis fatlaðra skiptist í 2 megin flokka en það er sitjandi og standandi og svo er flokkur þroskahamlaðra. Í sitjandi flokki eru fimm flokkar og í standandi eru flokkarnir einnig fimm.  Í flokki 1 eru þeir spilarar sem eru með mesta skaðann og þeir spilarar sem eru í flokki 5 eru með minnsta skaðann. Sama hugmyndafræðin er í standandi flokkunum en þar eru spilarar með mesta skaðann í flokki 6 og minnsta skaðann í flokki 10.  Þroskahamlaðir eru allir í einum flokki en það er flokkur 11. Hjólastólaborðtennis hefur verið stundaður í mörg ár á Íslandi en á árunum 2001-2010 átti Ísland einn afreksíþróttamann í þessari íþrótt en það er hann Jóhann Rúnar Kristjánsson en hann keppti í sitjandi flokki 2.  

Þeir sem eru í flokkum 1 og 2 spila mun hægar, sitja oft á tíðum með hjólastólinn í bremsu og allar hreyfingar eru hægar enda flestir með mikinn líkamlegan skaða. Spilastíllinn í þessum flokkum 1 og 2 er að mikið er notað af háum boltum sem skoppa rétt við netið og helst með smá baksnúningi þannig að kúlan færi bara beint upp en ekki í áttina að andstæðingnum. Oft og tíðum er spaðinn vafinn fastur í spilahendinni þar sem fingur ná ekki að halda það vel utan um spaðann.

Hins vegar eru þeir sem keppa í flokkum 3-5 að nota allt annan spilastíl en flokkar 1-2. Í flokkum 3-5 eru bakvöðvar virkir að einhverju eða öllu leyti og því er mun meiri hraði á kúlunni og menn geta hreyft sig mjög mikið og hjólastólarnir eru nánast undantekningalaust ekki í bremsu og nota spilarar aðra höndina til að slá kúluna með og hina hendina nota þeir til að hreyfa hjólastólinn eftir því hvar kúlan kemur.  Í þessum flokkum er spilastíll mun nærri því sem gerist meðal ófatlaðra spilara en þar er mikið notaðir snúningar og föst högg.

Undirritaður hefur starfað við þjálfun í borðtennis frá 1992 og byrjaði að starfa fyrst með þroskahömluðum í Öspinni en síðan starfaði ég bæði hjá Öspinni og ÍFR og um tíma hjá Akri á Akureyri.  Hjá ÍFR kynntist ég fyrst hjólastólaborðtennis og segja má að það hafi verið alveg nýr heimur að kynnast því sjálfur hafði ég spilað borðtennis í mörg ár og verið í unglingalandsliðum BTÍ og þóttist kunna eitt og annað í íþróttinni. Ég komst fljótt að því að það er mjög mikill munur á þjálfunaraðferðum og spilastíl eftir því í hvaða fötlunarflokki viðkomandi er. Það er að mörgu að hyggja þegar nýir spilarar koma inn í íþróttina og sem dæmi þá þarf að huga að því hvaða hjólastóll hentar best hverjum og einum, í hvaða sethæð viðkomandi þarf að vera svo hans líkamsbygging nýtist sem best en passa verður að viðkomandi komist samt með fæturnar undir borðið og í einhverjum tilvikum þarf að þyngja viðkomandi að framan svo að hann detti ekki aftur fyrir sig. 

Flestar grunnæfingar er hægt að nota fyrir alla 11 flokkana en svo þurfa æfingar að endurspegla með hvaða fötlunarflokk þjálfarar eru að vinna með hverju sinni.  Þetta gerði það að verkum að það þurfti að notast við aðrar æfingaaðferðir meðal þeirra sem eru í flokkum 1-2 en hjá þeim sem eru í flokkum 3-5.  Þar sem endurnýjun á hjólastólaspilurum hefur því miður ekki verið mikil hafa æfingar mikið gengið út á einstaklingsþjálfun þar sem spilari slær við þjálfara eða vélmenni þar sem talsvert magn af kúlum er dælt á spilarann þannig að hægt sé að þjálfa ákveðin atriði síendurtekið. Þar sem talsverður munur er á því hvort tveir hjólastólaspilarar séu að æfa saman eða hjólastólaspilari og standandi hafa þjálfarar talsvert notast við að setjast sjálfir í hjólastóla svo hægt sé að þjálfa spilara í eins líkum aðstæðum og þeir koma svo til með að keppa við þegar viðkomandi keppir við annan sitjandi spilara. Þar sem tiltölulega lítil endurnýjun hefur átt sér stað og þeir sem komið hafa nýir inn í íþróttina eru ekki endilega í sama fötlunarflokki hefur verið reynt að senda okkar bestur keppendur út til félaga sem bjóða upp á borðtennis meðal ófatlaðra svo okkar spilarar fái betri mótspilara og einnig er alltaf gott að prófa að spila á móti mismunandi spilastíl. Því miður hefur þetta ekki gengið allt of vel því þjálfarar í þessum félögum hafa oftast ekki þekkingu eða áhuga á hjólastólaborðtennis og því hafa æfingarnar ekki skilað því sem vonast var eftir. En betur má ef duga skal og í dag hefur þekking verið að aukast og búið er að setja inn kafla um borðtennis fatlaðra í þjálfaragráður á vegum ITTF sem sér um þjálfaranámskeið í borðtennis. Það er því trú mín að þetta muni hjálpa okkar spilurum í framtíðinni við að ná lengra í borðtennis á alþjóðlegum vettvangi.

Með borðtenniskveðju Helgi Þór Gunnarsson
Nefndarmaður í borðtennisnefnd ÍF

Nokkur af aðildarfélögum Íþróttasambands fatlaðra bjóða upp á æfingar í borðtennis. Á síðasta Íslandsmóti Íþróttasambands fatlaðra í borðtennis voru skráðir keppendur frá Akri á Akureyri, ÍFR í Reykjavík, Ívari á Ísafirði og HK í Kópavogi. Áhugasamir um æfingar í borðtennis geta fundið heimasíður þessara félaga eða vefsvæði þeirra á Facebook til þess að glöggva sig nánar á þeim borðtennisæfingum sem þar fara fram. 

Sækja skyldar greinar
  • Evrópumót Virtus

    Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…
  • Evrópuleikar ungmenna

    Evrópuleikar ungmenna – European Para Youth Games (EPYG) hafa verið haldnir frá árin…
  • Ein af betri æfingaaðstöðum á landinu

    Borðtennisfélag Reykjanesbæjar fékk nýveri ðafnot hluta af gömlu slökkvistöðinni í Reykjan…
Load More By merla
Load More In 2. tbl 2019
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Evrópumót Virtus

Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…