Heim 2. tbl 2019 Ný nálgun í íþróttastarfi fatlaðra á Austfjörðum Framtíðarþróun á landsvísu

Ný nálgun í íþróttastarfi fatlaðra á Austfjörðum Framtíðarþróun á landsvísu

8 min read
Slökkt á athugasemdum við Ný nálgun í íþróttastarfi fatlaðra á Austfjörðum Framtíðarþróun á landsvísu
0
707

Undanfarin ár hefur starf aðildarfélaga ÍF á Austfjörðum átt erfitt uppdráttar en þar hafa starfað tvö félög, Örvar á Egilsstöðum og Viljinn á Seyðisfirði. Samkvæmt skráningarkerfi ÍSÍ, FELIX, hefur verið 0 skráning iðkenda með fötlun á Austfjörðum eftir að þessi tvö félög hættu virkri starfsemi. Ef félög skrá ekki einstaklinga í kerfi FELIX sem iðkendur „með fötlun“ eru þeir hvergi á skrá sem slíkir, hafa ekki aðgengi að mótum ÍF og fá ekki upplýsingar um tilboð eða verkefni aðildarfélaga ÍF. Öll félög sem hafa fatlaða iðkendur innan sinna raða samkvæmt FELIX verða sjálfkrafa aðildarfélög ÍF og fá upplýsingar tengdar þeirri grein sem verið er að æfa.

Ýmis tilboð eru send til aðildarfélaga ÍF sem geta verið valkostir fyrir alla iðkendur, jafnt byrjendur sem lengra komna og mikilvægt er að slík tilboð skili sér til sem flestra.

Til að taka stöðuna á Austfjörðum leitaði ÍF til félagsmálastjóra Fljótsdalshéraðs og Fjarðabyggðar og óskaði aðstoðar. Vel var tekið í þá beiðni og þann 26. ágúst 2019 var boðað til sameiginlegs fundar beggja sveitarfélaga þar sem mættir voru hagsmunaaðilar, fulltrúar stjórnsýslu, íþróttafélaga, fólk tengt málefnum fatlaðra og fleiri. Fulltrúi IF á fundinum var  Anna Karólina Vilhjálmsdóttir, framkvæmdastjóri Special Olympics og Þróunarsviðs ÍF. Meginfundarefni var umræða um stöðu mála út frá virkri þátttöku allra í íþróttastarfi þar sem markhópur var einstaklingar með fötlun eða frávik. Það sem kom fram að gæti haft áhrif á þátttöku voru atriði eins og skortur á fræðslu til þjálfara og liðveislu eða aðstoð, óhentugt aðgengi og skortur á fjármagni vegna sérúrræða. Nauðsynlegt var talið að skilgreina ábyrgð og hlutverk og greina hvaða úrræði gætu nýst best. Fundargestir voru sammála um að allir  ættu að fá tækifæri til íþróttaiðkunar væri áhugi til þess og að brýnt væri að greina stöðuna og bregðast við. Það var mjög áhugavert að heyra af öflugu samstarfi vinnustaðarins Stólpa og Crossfit-æfingastöðvarinnar en þar hafa einstaklingar með fötlun fengið góðar móttökur og æfingar verið aðlagaðar hverjum og einum. Formaður íþróttafélagsins Örvars hefur lengi óskað eftir að hætta formennsku en enginn hefur verið til taks að leysa af. Hún sagðist hafa leitað til starfsfólks Stólpa um að aðstoða við þjálfun til að bocciaæfingar gætu haldið áfram og brugðist var vel við því sem er frábært. Austfirðingar hafa sent keppendur á Hængsmótið í boccia sem haldið er árlega á  Akureyri. 

Í Fjarðabyggð er reynt að koma til móts við öll börn og mörg félög starfa á svæðínu sem bjóða upp á mismunandi greinar.  Sama gildir og með Fljótsdalshérað að tölfræði er ekki til staðar og erfitt að fá skýra yfirsýn um hvort börn og unglingar með sérþarfir taki þátt í íþróttastarfi. Í umræðu kom fram að talið er að þau séu nokkur sem taka þátt í ýmsum greinum með jafnöldrum. 

Í kjölfar þessa fundar hitti fulltrúi ÍF framkvæmdastjóra UIA, aðstandendur og skólameistara ME sem hefur verið og er áhugasamur um  virkt samstarf skóla og samfélags, t.d. að meta til eininga verkefni eins og liðveislu og aðstoð við þjálfun. Í framhaldi heimsóknar fulltrúa IF á Austfirði er stefnt að því að halda EIPET-þjálfaranámskeið á Austfjörðum. Eipet-námskeiðum er skipt upp í almennt námskeið og sérhæft námskeið sem tengist þá ákveðnum greinum. 

Það verður spennandi að fylgjast með þróun mála á Austfjörðum og vonandi verða fulltrúar Austfirðinga virkir þátttakendur í verkefnum ÍF innanlands og erlendis í framtíðinni. Fulltrúar sveitarfélaganna beggja voru mjög jákvæðir og skilningur ríkir á því að gagnvirkt samstarf er nauðsynlegt til að árangur náist. Takk fyrir góðar móttökur, Austfirðingar, og gangi ykkur vel að stíga skref inn í framtíðina þar sem allir fá tækifæri til íþróttaiðkunar í heimabyggð.

Texti: AKV

Sækja skyldar greinar
  • Evrópumót Virtus

    Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…
  • Evrópuleikar ungmenna

    Evrópuleikar ungmenna – European Para Youth Games (EPYG) hafa verið haldnir frá árin…
  • Ein af betri æfingaaðstöðum á landinu

    Borðtennisfélag Reykjanesbæjar fékk nýveri ðafnot hluta af gömlu slökkvistöðinni í Reykjan…
Load More By merla
Load More In 2. tbl 2019
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Evrópumót Virtus

Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…