Heim 2. tbl 2019 Ármann sigurvegari liðakeppninnar í brakandi sumarblíðu

Ármann sigurvegari liðakeppninnar í brakandi sumarblíðu

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Ármann sigurvegari liðakeppninnar í brakandi sumarblíðu
0
654

Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í frjálsum íþróttum fór fram í Kaplakrika í júlímánuði. Veðurguðirnir léku við hvurn sinn fingur og íþróttafólkið þakkaði pent fyrir sig með miklum bætingum og þó nokkrum metum.

Ármenningar urðu sigurvegarar í liðakeppni með 12 gullverðlaun og ein silfurverðlaun á mótinu. Hulda Sigurjónsdóttir setti nýtt Íslandsmet í kúluvarpi F20-kvenna (þroskahamlaðir) þegar hún varpaði kúlunni 10,31 m og setti að auki nýtt met í sleggjukasti (30,10 m). Þá sigraði Hulda einnig í kringlukasti og varð önnur í spjótkasti með kasti upp á 24,24 m.

Stefanía Daney Guðmundsdóttir rauf fimm metra múrinn í langstökki kvenna F20 (þroskahamlaðir) þegar hún stökk 5,07 metra sem er nýtt Íslandsmet! Þá bætti hún einnig metin sín í 100 m og 200 m hlaupi.

Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir bætti svo metið í spjótkasti (500 g) í flokki F37 (hreyfihamlaðir) þegar hún kastaði spjótinu 21,69 m og þá hjó hún nærri Íslandsmetinu í sama flokki í langstökki þegar hún stökk 4,26 m en metið á Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir, sem er 4,28 m.

Mynd/ Kári Jónsson – Veðurblíðan lék við keppendur á Íslandsmóti ÍF í frjálsum í júlí.

Sækja skyldar greinar
  • Evrópumót Virtus

    Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…
  • Evrópuleikar ungmenna

    Evrópuleikar ungmenna – European Para Youth Games (EPYG) hafa verið haldnir frá árin…
  • Ein af betri æfingaaðstöðum á landinu

    Borðtennisfélag Reykjanesbæjar fékk nýveri ðafnot hluta af gömlu slökkvistöðinni í Reykjan…
Load More By merla
Load More In 2. tbl 2019
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Evrópumót Virtus

Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…