Heim 2. tbl 2019 Íslandsmót ÍF í 25m laug

Íslandsmót ÍF í 25m laug

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Íslandsmót ÍF í 25m laug
0
139

Már synti þrívegis undir gildandi heimsmeti á ÍM25

Íslandsmót ÍF í sundi í 25m laug fór fram í Ásvallalaug í Hafnarfirði í nóvembermánuði. Mótið var samkeyrt með Íslandsmóti SSÍ rétt eins og tíðkast hefur síðustu misseri hjá ÍF og SSÍ. Már Gunnarsson var í góðum gír við mótið og synti þrívegis undir gildandi heimsmeti í sínum flokki (S11-blindir). Már synti undir gildandi heimsmetum í 50m baksundi, 200m baksundi og 100m baksundi.

Róbert Ísak Jónsson setti Íslandsmet á mótinu í 200m fjórsundi S14 á tímanum 2:10,44 mín. og vann til silfurverðlauna er hann synti í úrslitum greinarinnar. Þá vann Róbert til bronsverðauna í 100m flugsundi á tímanum 58,58 sek. sem er nýtt Íslandsmet. 

Þá féll 15 ára gamalt Íslandsmet Báru Bergmann í 50m flugsundi en það sló Þórey Ísafold Magnúsdóttir er hún kom í bakkann á 35,76 sek. í flokki S14. 

Mynd/ Már Gunnarsson ásamt Davíð Hildiberg öðrum af tveimur þjálfurum sínum en hinn þjálfari hans er Steindór Gunnarsson.

Sækja skyldar greinar
Load More By merla
Load More In 2. tbl 2019
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Íslandsmót ÍF í frjálsum innanhúss

Íslandsmót ÍF í frjálsum innanhúss fer fram í Kaplakrika laugardaginn 6. mars næstkomandi.…