Heim Áfram veginn NPC Iceland fulltrúi Íslands á afreksvettvangi erlendis

NPC Iceland fulltrúi Íslands á afreksvettvangi erlendis

6 min read
Slökkt á athugasemdum við NPC Iceland fulltrúi Íslands á afreksvettvangi erlendis
0
1,182

Í lögum Íþróttasambands fatlaðra segir m.a. „Íþróttasamband fatlaðra ( skammstafað ÍF ) er æðsti aðili um íþróttir fatlaðra innan vébanda Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ)“ og að sambandið eigi að „vinna að eflingu íþróttastarfsemi fatlaðra og koma fram erlendis í því sambandi“.

Íþróttasamband fatlaðra (ÍF) er aðili að Alþjóðaólympíuhreyfingu fatlaðra, International Paralympic Committte (IPC). Þannig er einn þeirra „hatta“ sem ÍF ber tengdur þátttöku Íslands á mótum þar sem lágmörk eru viðhöfð og leiða til þátttöku á EM, HM eða fjórða hvert ár á Ólympíumóti fatlaðra / Paralympics. Þar starfar ÍF undir merkjum NPC Iceland (National Paralympic Committee of Iceland) og velur til þátttöku einstaklinga sem náð hafa tilskyldum lágmörkum á slík mót. Þá situr NPC Iceland þing og fundi IPC þar sem lög og reglur alþjóðasamtakanna eru til umfjöllunar og samþykktar, íþróttum fatlaðra til framdráttar. Þá er NPC Iceland einnig aðili að hinum ýmsu sérsamtökum fatlaðra íþróttamanna t.a.m. VIRTUS (samtök þroskahamlaðra íþróttamanna) og IBSA (samtök blindra íþróttamanna).

Þannig tekur NPC Iceland þátt í verkefnum tengdum afreksíþróttum þessara samtaka þar sem þátttaka í Ólympíumóti fatlaðra / Paralympics er stærsti vettvangur og æðsti draumur hvers afreksíþróttamanns úr röðum fatlaðra að taka þátt í. 

Upphaf Ólympíumóts fatlaðra má rekja til fámenns fundar sem haldinn var 1948 um íþróttir fyrir fatlaða, aðallega fyrir fyrrverandi hermenn sem lamast höfðu í seinni heimsstyrjöldinni. Í framhaldi af fundi þessum stjórnaði og skipulagði Sir Ludwig Guttmann, frumkvöðull íþrótta fatlaðra og taugaskurðlæknir við Stoke-Mandeville sjúkrahúsið í Aylsbury í Englandi, fyrstu leikum mænuskaðaðra samtímis því að Ólympíuleikarnir voru haldnir í London 1948. Árið 1952 voru leikar mænuskaðaðra aftur haldnir í Stoke Mandeville og þá einnig með þátttöku hollenskra íþróttamanna. Segja má að þeir leikar hafi lagt grunninn að þeirri alþjóðaíþróttahreyfingu sem nú stýrir og stjórnar Ólympíumótum fatlaðra – mótum sem grundvölluð eru á Ólympíuhugsjóninni. 

Fyrsta Ólympíumót fatlaðra var haldið í Róm 1960 og hefur umfang og glæsileiki þessara móta síðan þá vaxið stöðugt. Frá árinu 1988 hafa Ólympíumót fatlaðra verið haldin í beinu framhaldi af Ólympíuleikunum, í sömu borg og sömu íþróttamannvirkjum og frá árinu 1992, einnig í vetraríþróttum.

Íslendingar hafa verið sigursælir á Ólympíumótum fatlaðra en þeir tóku fyrst þátt í Ólympíumótinu sem haldið var í Arnhem í Hollandi árið 1980. Þó má segja að uppgangur íþrótta fatlaðra hér á landi hafi fyrir alvöru hafist 1988 í Seoul í Suður-Kóreu þar sem Ísland vann til tveggja gullverðlauna á mótinu. Frá 1980 hafa fatlaðir íslenskir íþróttamenn unnið til 98 verðlauna á Ólympíumótum fatlaðra/ Paralympics og af þessum verðlaunum eru 37 gullverðlaun. Þá hafa Íslendingar unnið 98 verðlaun á Heimsmeistaramótum fatlaðra og 80 verðlaun á Evrópumeistaramótum – ekki slæmur árangur það!

Sækja skyldar greinar
  • Evrópumót Virtus

    Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…
  • Evrópuleikar ungmenna

    Evrópuleikar ungmenna – European Para Youth Games (EPYG) hafa verið haldnir frá árin…
  • Ein af betri æfingaaðstöðum á landinu

    Borðtennisfélag Reykjanesbæjar fékk nýveri ðafnot hluta af gömlu slökkvistöðinni í Reykjan…
Load More By merla
Load More In Áfram veginn
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Evrópumót Virtus

Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…