Heim 1. tbl 2022 Meirihlutinn sáttur með árangur sinn á Paralympics

Meirihlutinn sáttur með árangur sinn á Paralympics

5 min read
Slökkt á athugasemdum við Meirihlutinn sáttur með árangur sinn á Paralympics
0
866

Melkorka lýkur MSc í íþróttavísindum og þjálfun frá HR

Nýverið útskrifaðist Melkorka Rán Hafliðadóttir frá Háskólanum í Reykjavík í íþróttavísindum og þjálfun. Meistaraverkefni Melkorku var unnið á meðan hún starfaði í hluta- og sumarstarfi hjá Íþróttasambandi fatlaðra. Verkefnið ber heitið „NPC Iceland Preperation for the 2020 Paralympic Games“ og mætti útleggja sem undirbúningur NPC Iceland fyrir Paralympics 2020.

Hér að neðan fer útdráttur frá verkefni Melkorku sem hún varði nýverið og var Kári Jónsson íþrótta- og tómstundafulltrúi Garðabæjar og landsliðsþjálfari Íþróttasambands fatlaðra í frjálsum íþróttum dómari við vörnina:

Árið 2020 átti Ólympíumót fatlaðra (Paralympic Games eða PG) að fara fram í Tókýó en var frestað um ár vegna útbreiðslu á Covid-19 veirunni til ársins 2021. Ísland átti sex keppendur sem tóku þátt í þremur mismunandi íþróttagreinum á PG; frjálsum íþróttum, sundi og hjólreiðum. Tilgangur rannsóknarinnar var að fylgjast með og meta loka undirbúning íslenska íþróttafólksins sem keppti á PG.

Aðferð: Fimm keppendur sem kepptu á PG samþykktu að taka þátt í þessari rannsókn. Skipulagður undirbúningur á vegum Íþróttasambands fatlaðra byrjaði vorið 2021 fyrir keppendur á PG. Fylgst var með líkamlegum, andlegum og næringarlegum þáttum í undirbúningnum og þessir þættir bornir saman við árangur á mótum fyrir PG og á PG. Eftir PG voru tekin viðtöl við íþróttafólkið til þess að safna upplýsingum um upplifun þeirra á undirbúningnum.

Niðurstöður: Líkamlegi þáttur undirbúningsins sýndi að íþróttafólkið bætti sig að meðaltali um 5,19% í sinni íþróttagrein á PG miðað við fyrsta mót þeirra á tímabilinu. Andlegi þáttur undirbúningsins sýndi að skor þeirra á spurningarlistum voru að meðaltali 3,01% betri í júlí miðað við í maí. Næringarlegi þáttur undirbúningsins sýndi að mataræði íþróttafólksins varð að meðaltali 36,66% betri í júlí miðað við í maí.

Samantekt: Flest af íþróttafólkinu náði að setja persónulegt met í að minnsta kosti einni keppnisgrein. Íþróttafólkið hafði mismunandi upplifun af undirbúningnum en voru að meirihluta sátt með árangur sinn á PG. Undirbúningurinn studdi við íþróttafólkið og hjálpaði þeim við að hámarka árangur sinn á PG.

Ólafur Magnússon framkvæmdastjóri fjármála- og afrekssviðs ÍF kvaðst einkar ánægður með verkefni Melkorku og ítrekaði mikilvægi samstarfs ÍF og menntastofnana landsins. „Verkefni Melkorku fer meira á dýptina en við höfum sjálf hjá ÍF geta verið að taka að okkur í undirbúningi fyrir stærstu verkefnin. Ef Ísland ætlar sér að keppa á meðal þeirra bestu er nauðsynlegt að auka við rannsóknarvinnu með okkar fremsta íþróttafólki og vera ódrepandi í því að leita bestu leiðanna til að hámarka árangur okkar fólks.“

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 1. tbl 2022
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Hákon tvöfaldur Íslandsmeistari: Vova og Agnar unnu í tvíliðaleik

Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í borðtennis fór fram í Hátúni í Reykjavík laugardagin…