Heim 1. tbl 2022 Ísland með fjóra fulltrúa á EPYG 2022

Ísland með fjóra fulltrúa á EPYG 2022

3 min read
Slökkt á athugasemdum við Ísland með fjóra fulltrúa á EPYG 2022
0
717

European Para Youth Games fara fram í Finnlandi dagana 27. júní til 4. júlí næstkomandi. EPYG leikarnir hafa verið haldnir við góðan orðstír í Finnlandi annað hvert ár en síðustu leikar féllu niður sökum heimsfaraldurs COVID-19. Í nótt hélt átta manna hópur frá Íslandi til þátttöku í leikunum en Ísland mun tefla fram fjórum keppendum á þessum leikum sem eru fyrir íþróttafólk úr röðum fatlaðra 23 ára og yngri.

Björgvin Ingi Ólafsson borðtennismaður úr HK verður fulltrúi Íslands í borðtenniskeppninni en þrjár sundkonur úr Firði halda nú á sitt fyrsta mót erlendis og munu hljóta flokkun við leikana. Þær eru Anna Rósa Þrastardóttir, Emelía Ýr Gunnarsdóttir og Herdís Rut Guðbjartsdóttir.

Fararstjóri í ferðinni er Kristín Linda Kristinsdóttir stjórnarkona ÍF og með henni í för eru sundþjálfararnir Marinó Ingi Adolfsson og Ingibjörg Ólafsdóttir frá Firði. Þá mun afreksmaðurinn Hákon Atli Bjarkason sjá um þjálfun á meðan keppni stendur hjá Björgvini Inga en Hákon og Björgvin eru báðir afreksborðtennismenn í afrekshópi Íþróttasambands fatlaðra.

Æfingar og flokkun hefjast í dag í Finnlandi og verður mótið svo sett fimmtudaginn 30. júní og eru keppnisdagarnir 1.-3. júlí. Keppt verður í Helsinki í sundi og í Pajulahti í borðtennis. Fjöldi greina er í boði við mótið en þar er keppt í frjálsum, sundi, boccia, Goalball (markbolta), borðtennis, hjólastólakörfuknattleik, júdó og Showdown (blindraborðtennis).

Hægt verður að fylgjast með framgangi mótsins

Mynd/ Jón Björn – Emelía Ýr Gunnarsdóttir sundkona úr Firði við keppni á Flokka- og bikarmóti ÍF 2022. Emelía keppir í flokki S14 (þroskahamlaðir) og er á leið í sína fyrstu alþjóðlegu flokkun í Finnlandi líkt og Anna Rósa og Herdís Rut.

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 1. tbl 2022
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Bocciaveisla á Akureyri

Nýverið fóru Íslandsmót og Hængsmót í boccia fram saman á Akureyri en tilefni fyrir þessu …