Heim 1. tbl 2022 Ísland með fjóra fulltrúa á EPYG 2022

Ísland með fjóra fulltrúa á EPYG 2022

3 min read
Slökkt á athugasemdum við Ísland með fjóra fulltrúa á EPYG 2022
0
792

European Para Youth Games fara fram í Finnlandi dagana 27. júní til 4. júlí næstkomandi. EPYG leikarnir hafa verið haldnir við góðan orðstír í Finnlandi annað hvert ár en síðustu leikar féllu niður sökum heimsfaraldurs COVID-19. Í nótt hélt átta manna hópur frá Íslandi til þátttöku í leikunum en Ísland mun tefla fram fjórum keppendum á þessum leikum sem eru fyrir íþróttafólk úr röðum fatlaðra 23 ára og yngri.

Björgvin Ingi Ólafsson borðtennismaður úr HK verður fulltrúi Íslands í borðtenniskeppninni en þrjár sundkonur úr Firði halda nú á sitt fyrsta mót erlendis og munu hljóta flokkun við leikana. Þær eru Anna Rósa Þrastardóttir, Emelía Ýr Gunnarsdóttir og Herdís Rut Guðbjartsdóttir.

Fararstjóri í ferðinni er Kristín Linda Kristinsdóttir stjórnarkona ÍF og með henni í för eru sundþjálfararnir Marinó Ingi Adolfsson og Ingibjörg Ólafsdóttir frá Firði. Þá mun afreksmaðurinn Hákon Atli Bjarkason sjá um þjálfun á meðan keppni stendur hjá Björgvini Inga en Hákon og Björgvin eru báðir afreksborðtennismenn í afrekshópi Íþróttasambands fatlaðra.

Æfingar og flokkun hefjast í dag í Finnlandi og verður mótið svo sett fimmtudaginn 30. júní og eru keppnisdagarnir 1.-3. júlí. Keppt verður í Helsinki í sundi og í Pajulahti í borðtennis. Fjöldi greina er í boði við mótið en þar er keppt í frjálsum, sundi, boccia, Goalball (markbolta), borðtennis, hjólastólakörfuknattleik, júdó og Showdown (blindraborðtennis).

Hægt verður að fylgjast með framgangi mótsins

Mynd/ Jón Björn – Emelía Ýr Gunnarsdóttir sundkona úr Firði við keppni á Flokka- og bikarmóti ÍF 2022. Emelía keppir í flokki S14 (þroskahamlaðir) og er á leið í sína fyrstu alþjóðlegu flokkun í Finnlandi líkt og Anna Rósa og Herdís Rut.

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 1. tbl 2022
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Afturelding af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“

Ungmennafélagið Afturelding hefur farið af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“ sem er…