Heim 2. tbl 2020 Hilmar og Bergrún hömpuðu nýjum og glæsilegum farandbikurum

Hilmar og Bergrún hömpuðu nýjum og glæsilegum farandbikurum

5 min read
Slökkt á athugasemdum við Hilmar og Bergrún hömpuðu nýjum og glæsilegum farandbikurum
0
818

Í desembermánuði 2020 voru þau Hilmar Snær Örvarsson og Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir útnefnd íþróttamaður- og íþróttakona ÍF. Við athöfnina var þeim báðum afhentir nýir og glæsilegir farandbikarar sem fylgja munu íþróttafólki ÍF næstu 20 árin. Smíðin var í höndum SIGN í eigu þeirra Sigurðar Inga og Kötlu Guðmundsdóttur.

Við athöfnina í desember fór Katla með eftirfarandi erindi í tilefni af nýju gripunum. Íþróttasamband fatlaðra þakkar SIGN fyrir einkar gott samstarf og einstaklega vel heppnaða verðlaunagripi sem munu næstu tvo áratugina svo sannarlega setja mark sitt á hófið:

Styrkur á sér alltaf sögu. Hann er skilgetið afkvæmi hugrekkis og þrautseigju – ofinn úr sætustu sigrunum og sárustu sorgunum. Hann eflist í hvert sinn sem kjarkurinn og kvíðinn kljást, í hvert sinn sem ákveðnin nær að yfirbuga efasemdirnar. Það er styrkurinn sem hvað eftir annað sýnir fram á að hindranir eru fyrst og fremst huglægar; vandamál eru verkefni og áskoranir oftar en ekki ótrúleg ævintýri.

Í gegnum tíðina hafa hin tígulegu hreindýr verið sveipuð ákveðinni dulúð. Blíðleg ásýnd þeirra þykir stinga í stúf við baráttugleðina þegar þeir þurfa að verja sig og sína. Ótrúlegir forystuhæfileikar leynast undir fínlegum og fáguðum hreyfingunum. Hreindýrið hefur verið aðalpersóna ótal ævintýra og verndardýr fjölmargra þjóðflokka – og ekki að ástæðulausu. Til að sigrast á óblíðum náttúruöflum býr hreindýrið yfir einstakri aðlögunarhæfni og útsjónarsemi. Þetta tignarlega dýr er í hugum margra tákn þrautseigju, innsæis, guðlegrar forsjónar og sigurs.

Hreindýrshornið í þessum grip er því hvort tveggja í senn; hvatning og vernd verðlaunahafanna. Vitnisburður um að sigur lýtur ekki alltaf lögmálum og líkum.

Grunnurinn sem gyllta sigurskálin stendur á er borð úr gömlu bryggjunni í Reykjavík. Þar stóðu forfeður okkar og horfðu út á haf áður en lagt var í leiðangra. Rétt eins og afreksíþróttamenn gerðu þeir áætlanir; mátu veður, vinda og viðsjárverða strauma. Bryggjan var þannig upphafspunktur hvers ævintýris – en einnig áfangastaður. Bryggjan er ávalt merki um að við séum komin í höfn – markmiðinu sé náð.

Þessi gripur er til heiðurs þeim afburða einstaklingum sem hafa sýnt framúrskarandi styrk og stefnufestu og hafa með óbilandi elju náð hinu æðsta takmarki; að sigrast á sjálfum sér. Hann er óður til alls þess sem þetta afreksfólk hefur áorkað, barist fyrir og sigrast á.

Hönnun og smíði Sign ehf,

Sigurður Ingi og Katla Guðmundsdóttir

Sækja skyldar greinar
  • Evrópumót Virtus

    Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…
  • Evrópuleikar ungmenna

    Evrópuleikar ungmenna – European Para Youth Games (EPYG) hafa verið haldnir frá árin…
  • Ein af betri æfingaaðstöðum á landinu

    Borðtennisfélag Reykjanesbæjar fékk nýveri ðafnot hluta af gömlu slökkvistöðinni í Reykjan…
Load More By merla
Load More In 2. tbl 2020
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Evrópumót Virtus

Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…