Skíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson frá Víkingi er kominn út til Veysonnaz í Sviss þar sem hann mun á næstu dögum taka þátt í Evrópu- og heimsbikarmótaröð IPC í alpagreinum.
Á morgun, 19. janúar, er keppnisdagur á Evrópubikarmótaröðinni þar sem keppt verður í risasvigi. Keppnin hefst kl. 09:30 að staðartíma eða kl. 08.30 að íslenskum tíma. Hilmar er ytra ásamt þjálfara sínum Þórði Georgi Hjörleifssyni og náðu þeir æfingu í hlíðunum fyrr í dag.