
Borðtennismennirnir Hákon Atli Bjarkason og Björgvin Ingi Ólafsson voru aftur á ferð í 2. deild suður hjá Borðtennissambandi Íslands um síðustu helgi.
Tvær umferðir voru leiknar í TBR húsinu þar sem þeir Hákon og Björgvin töpuðu í hörku toppslag á móti KR B og unnu Víking D í hinum leik helgarinar. Í leiknum gegn KR mætti Björgvin mjög sterkum leikmanni sem er hátt í 200 stigum fyrir ofan hann á styrkleikalista BTÍ og vann hann frábæran 3-2 sigur sem verður að teljast frábært afrek.
Í tvíliðaleik mættu þeir Hákon og Björgvin þeim Skúla Gunnarssyni og Karl Claesson þar sem þeir unnu frábæran 3-0 sigur en bæði Skúli og Karl eru mun hærri á styrkleikalista og er Skúli fyrrum Íslandsmeistari í tvíliðaleik. Niðurstaðan var 3-2 tap í hörkuleik en fyrir þennan leik hafði KR B ekki tapað lotu í deildini. Leikurinn gegn Víking D var svo öruggur 3-0 sigur þar sem Hákon vann sinn einliðaleik örugglega og tvíliðaleikurinn var aldrei í hættu. Þeir Hákon og Björgvin verða aftur á ferðinni um helgina í TBR-húsinu þegar þeir keppa á RIG á laugardag, og mæta svo næst til leiks í deildarkeppnini þann 14. febrúar þegar leikið verður í 7. og 8. umferð 2. deildar. Hákon og Björgvin eru báðir liðsmenn hjá HK og æfa undir stjórn Bjarna Þorgeirs Bjarnasonar.
