Heim 1. tbl 2020 - ÍF Frábært starf hjá Bergrúnu Stefánsdóttur íþróttafræðingi við heilsuleikskólann KÓR

Frábært starf hjá Bergrúnu Stefánsdóttur íþróttafræðingi við heilsuleikskólann KÓR

9 min read
Slökkt á athugasemdum við Frábært starf hjá Bergrúnu Stefánsdóttur íþróttafræðingi við heilsuleikskólann KÓR
0
1,012

Nú eru liðin 4 ár frá því ÍF hóf innleiðingu YAP (Young Athlete Project)  á Íslandi. Verkefnið var unnið í samstarfi Special Olympics Int. og háskóla í Boston og allt efni er ókeypis og aðgengilegt. Settur er fókus á markvissa hreyfiþjálfun barna, sérstaklega þar sem skert hreyfifærni er til staðar. Snemmtæk íhlutun er þar gífurlega mikilvæg.  Á Íslandi var ákveðið að leita samstarfs við leikskólasamfélagið og hafa kynningardagar YAP verið haldnir í nokkrum sveitarfélögum. Mótttökur hafa verið mjög góðar en það virðist mjög mismunandi umgjörð sem sköpuð er börnum í leikskólum landsins sé  horft á þennan mikilvæga þátt, sem undirstöðu náms og daglegra verkefna. Það er munur á frjálsum leik og markvissri hreyfiþjálfun undir stjórn fagaðila og það þarf að hefja til vegs í umræðunni. 

það var því sérstaklega gleðilegt að frétta af áhugasömum íþróttafræðingi, Bergrúnu Stefánsdóttur í heilsuleikskólanum KÓR í Kópavogi en hún stundar jafnframt nám sem tengist hreyfiþjálfun barna.

Fulltrúi ÍF, Anna Karólína Vilhjálmsdóttir fékk að fylgjast með hreyfitíma hjá Bergrúnu fimmtudaginn 16. janúar en þar voru  fimm börn sem hún sagði nokkuð hefðbundinn fjölda.  Börnin tóku þátt í fjölbreyttum æfingum í leikjaformi og síðan var sett upp þrautabraut þar sem þau þurftu að skríða, kasta bolta, klifra, hoppa, telja o.fl. Hún stýrir einum hreyfitíma á viku fyrir  öll börn í leikskólanum en getur skipulagt aukatíma fyrir þau börn sem af einhverjum ástæðum þarf að fylgja betur eftir eða ef börn eru með frávik eða sérþarfir og þurfa meiri æfingar til að ná færni á ákveðnum sviðum.  

Bergrún tekur starf sitt alvarlega og er ásamt nokkrum öðrum Íslendingum í námi sem stýrt er frá BRHG stofnuninni í Ungverjalandi. Námið byggir á samspili hreyfiþjálfunar  og heilastarfsemi þar sem horft er á hreyfiþjálfun sem undirstöðu fyrir annað nám ungra barna. 

IF og Special Olympics á íslandi óskar Bergrúnu til hamingju með mikilvægt starf og þau eru heppin börnin sem fá að njóta hennar leiðsagnar😊

Bergrún var beðin að taka saman upplýsingar um BHRG námið og hún sendi eftirfarandi texta;

„BHRG-stofnunin hefur frá árinu 1993 unnið með börnum á aldrinum 3 mánaða til 12 ára með þroskafrávik, námserfiðleika, hegðunarvanda eða skaða eftir slys og/eða sjúkdóma, metið þarfir þeirra og veitt viðeigandi meðferð.

BHRG-stofnunin er miðstöð rannsókna á þessu sviði á heimsvísu. Forsprakki hennar, Dr. Katalin Lakatos, er víðfræg fyrir rannsóknir sínar á tengslum hreyfiþroska og taugakerfisvanda barna og þau meðferðarúrræði sem hún og sérfræðingateymi hennar hafa þróað.

Algengt er að greining þroskafrávika og hegðunarvanda fari ekki fram fyrr en eftir að börn lenda í erfiðleikum í skóla, en í reynd koma ýmis einkenni þessara vandamála fram mjög snemma á lífsleiðinni og hægt að greina þau flest mikið fyrr með prófun á þroska og taugaviðbrögðum. Árangur meðferða má hámarka með því að grípa inn í sem fyrst á lífsleiðinni og hjálpa börnum að verða bestaútgáfan af sjálfum sér.

Matskerfi BHRG eru tvenns konar:

– LongiKid/Longitudinal Complex test/ – fyrir börn 3ja mánaða til 12 ára. Mat á hreyfiþroska og taugaviðbrögðum.

– SensoryMotorTest – fyrir börn 5-12 ára. Mat á hreyfiþroska, taugaviðbrögðum, málþroska og skilningi.

Matið fer fram með ítarlegu prófi og niðurstöðurnar greindar til að meta taugaþroska barnsins sem gefur vísbendingu um líkur á námsörðugleikum, hegðunarvanda eða önnur frávik. Prófið tekur um klukkustund í framkvæmd og er framkvæmt af meðferðaraðila í nærveru foreldris/forráðamanns. Niðurstöður prófsins fást að lokinni greiningu meðferðaraðila.

Bendi niðurstöður matsins til þess að þörf sé á inngripi, stendur börnunum til boða meðferð hjá BHRG-meðferðaraðila í samvinnu við forráðamenn, sem fá leiðbeiningar um æfingar til að stunda heima fyrir.   Þjálfunin heitir TSMT. Þjálfunin er einstaklingsmiðuð og byggir, líkt og prófin, á áralöngum rannsóknum og þróunarvinnu.

Réttindaferlið er strangt og þurfa meðferðaraðilar að ljúka krefjandi námskeiðum og standast próf auk þess að sækja reglulega endurmenntun.  Alls hafa nú um 1800 sérfræðingar og meðferðaraðilar á heimsvísu réttindi til að starfa eftir BHRG-kerfinu.“

Sækja skyldar greinar
  • Evrópumót Virtus

    Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…
  • Evrópuleikar ungmenna

    Evrópuleikar ungmenna – European Para Youth Games (EPYG) hafa verið haldnir frá árin…
  • Ein af betri æfingaaðstöðum á landinu

    Borðtennisfélag Reykjanesbæjar fékk nýveri ðafnot hluta af gömlu slökkvistöðinni í Reykjan…
Load More By merla
Load More In 1. tbl 2020 - ÍF
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Evrópumót Virtus

Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…