Heim 1. tbl 2023 Fjörður bikarmeistari 2023: Sonja og Hjörtur settu met

Fjörður bikarmeistari 2023: Sonja og Hjörtur settu met

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Fjörður bikarmeistari 2023: Sonja og Hjörtur settu met
0
814

Flokka- og bikarmót Íþróttasambands fatlaðra í sundi fór fram í Laugardalslaug dagana 20.-21. maí síðastliðinn. Íþróttafélagið Fjörður frá Hafnarfirði varð þá bikarmeistari í sundi fjórtánda árið í röð og Sonja Sigurðardóttir frá ÍFR setti tvö ný Íslandsmet.

Lokastaða bikarkeppninnar:

Íþróttafélagið Fjörður – 666
ÍFR – 254
Ösp – 132
Ármann – 50

Fjörður hefur haft töglin og hagldirnar í bikarkeppninni síðustu ár og verður fróðlegt að sjá hvaða félag nær að stöðva þessa löngu og myndarlegu sigurgöngu Fjarðar í sundinu. En Fjarðarliðar áttu ekki sviðið einir því Sonja Sigurðardóttir sem nýverið var endurflokkuð í sundflokk S3 slær nú hvert Íslandsmetið á fætur öðru og setti tvö ný met við mótið. Þá setti Hjörtur Már Ingvarsson frá Firði einnig nýtt met við mótið.

Íslandsmet á Flokka- og bikarmóti ÍF 2023

Sonja Sigurðardóttir – ÍFR – 200m skriðsund S3 – 5:13,54 mín
Sonja Sigurðardóttir – ÍFR – 100m skriðsund S3 – 2:31,28 mín
Hjörtur Már Ingvarsson – Fjörður – 400m skriðsund S5 – 7:51,79 mín

Myndasafn frá mótinu

Mynd/ JBÓ: Liðsmenn Fjarðar fögnuðu vel og innilega í mótslok.

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 1. tbl 2023
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Afturelding af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“

Ungmennafélagið Afturelding hefur farið af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“ sem er…