Heim 1. tbl 2023 Sjö fulltrúar frá Íslandi keppa á Global Games í júní

Sjö fulltrúar frá Íslandi keppa á Global Games í júní

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Sjö fulltrúar frá Íslandi keppa á Global Games í júní
0
697

Global Games fara fram í Vichy í Frakklandi dagana 4.-10. júní næstkomandi. Alls sendir Ísland sjö keppendur á mótið en leikarnir eru á vegum VIRTUS sem eru alþjóðasamtök íþróttafólks með þroskahamlanir.

Keppendur Íslands munu taka þátt í frjálsum og sundi, tveir keppendur í frjálsum og fimm í sundi. Global Games eru ört vaxandi leikar þar sem keppt er í þremur mismunandi flokkum þroskahamlana og má gera ráð fyrir fjölmörgum keppendum við mótið sem eru líklegir til að láta vel að sér kveða á Paralympics í París árið 2024.

Keppendur Íslands á Global Games 2023

Frjálsar
Stefanía Daney Guðmundsdóttir – Eik
Hulda Sigurjónsdóttir – Ármann

Sund
Emelía Ýr Gunnarsdóttir – Fjörður
Róbert Ísak Jónsson – Fjörður
Snævar Örn Kristmannsson – ÍFR
Þórey Ísafold Magnúsdóttir – KR
Anna Rósa Þrastardóttir – Fjörður

Heimasíða Global Games 2023

Mynd með frétt/ JBÓ: Sundkonan Anna Rósa frá Firði verður á meðal íslensku keppendanna í Frakklandi.

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 1. tbl 2023
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Hákon tvöfaldur Íslandsmeistari: Vova og Agnar unnu í tvíliðaleik

Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í borðtennis fór fram í Hátúni í Reykjavík laugardagin…