Heim 1. tbl 2023 Sjö fulltrúar frá Íslandi keppa á Global Games í júní

Sjö fulltrúar frá Íslandi keppa á Global Games í júní

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Sjö fulltrúar frá Íslandi keppa á Global Games í júní
0
877

Global Games fara fram í Vichy í Frakklandi dagana 4.-10. júní næstkomandi. Alls sendir Ísland sjö keppendur á mótið en leikarnir eru á vegum VIRTUS sem eru alþjóðasamtök íþróttafólks með þroskahamlanir.

Keppendur Íslands munu taka þátt í frjálsum og sundi, tveir keppendur í frjálsum og fimm í sundi. Global Games eru ört vaxandi leikar þar sem keppt er í þremur mismunandi flokkum þroskahamlana og má gera ráð fyrir fjölmörgum keppendum við mótið sem eru líklegir til að láta vel að sér kveða á Paralympics í París árið 2024.

Keppendur Íslands á Global Games 2023

Frjálsar
Stefanía Daney Guðmundsdóttir – Eik
Hulda Sigurjónsdóttir – Ármann

Sund
Emelía Ýr Gunnarsdóttir – Fjörður
Róbert Ísak Jónsson – Fjörður
Snævar Örn Kristmannsson – ÍFR
Þórey Ísafold Magnúsdóttir – KR
Anna Rósa Þrastardóttir – Fjörður

Heimasíða Global Games 2023

Mynd með frétt/ JBÓ: Sundkonan Anna Rósa frá Firði verður á meðal íslensku keppendanna í Frakklandi.

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 1. tbl 2023
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Afturelding af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“

Ungmennafélagið Afturelding hefur farið af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“ sem er…