Heim 1. tbl 2023 Áralangt samstarf ÍF og Víðarrs í öruggum höndum

Áralangt samstarf ÍF og Víðarrs í öruggum höndum

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Áralangt samstarf ÍF og Víðarrs í öruggum höndum
0
636


Lionsklúbburinn Víðarr kom nýverið færandi hendi á skrifstofu Íþróttasamband fatlaðra en klúbburinn hefur um um árabil styrkt starfsemi ÍF með því að gefa verðlaun til allra þeirra Íslandsmóta sem sambandið stendur fyrir. Þannig fá sigurvegarar á Íslandsmótum ÍF í verðalunapening um hálsinn frá Víðarri sem tákn um verðskuldaða viðurkenningu fyrir árangur sinn. Verður meðlimum klúbbsins seint fullþakkaður þeirra stuðningur.

Ólafur Magnússon, framkvæmdastjóri fjármála- og afrekssviðs, ásamt Þórði Árna Hjaltested, formanni ÍF, veittu styrknum móttöku á dögunum en það voru þeir Bjarni Þór Jónsson, Svavar Ottósson og Helgi Gunnarsson, formaður Lionsklúbbsins Víðarrs, sem afhentu styrkinn fyrir hönd klúbbfélaga.

Það er Íþróttasambandi fatlaðra afar mikilvægt að eiga jafnöfluga stuðningsaðila og raun ber vitni enda eykst verkefnastaða sambandsins umtalsvert með ári hverju sem er fagnaðarefni.

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 1. tbl 2023
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Afturelding af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“

Ungmennafélagið Afturelding hefur farið af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“ sem er…