Hinar sívinsælu Sumarbúðir Íþróttasambands fatlaðra fara fram á Laugarvatni 18.-25. júní og 25. júní – 2. júlí 2022. Athugið að í ár hefjast búðirnar og enda á laugardegi. Hér má nálgast skráningargögn Hér er Facebook-síða sumarbúðanna
Hinar sívinsælu Sumarbúðir Íþróttasambands fatlaðra fara fram á Laugarvatni 18.-25. júní og 25. júní – 2. júlí 2022. Athugið að í ár hefjast búðirnar og enda á laugardegi. Hér má nálgast skráningargögn Hér er Facebook-síða sumarbúðanna
Hér á eftir fer sameiginleg yfirlýsing íþróttasambanda fatlaðra á Norðurlöndum sem send hefur verið til Alþjóðaólympíuhreyfingar fatlaðra (IPC) Nord-HIF – Íþróttasambönd fatlaðra á Norðurlöndum (Finnland, Danmörk, Noregur, Færeyjar, Ísland og Svíþjóð) og Ólympíuráð landanna (NPC) hafa rætt árásir Rússa á Úkraínu og möguleg áhrif þeirra á komandi Ólympíumót fatlaðra/Paralympic Games í Peking. Í augnablikinu eru víðtækar og samræmdar alþjóðlegar refsiaðgerðir í …
Það er stundum skrítið hvernig forlögin leika sér og leiða fólk saman. Við hjá Íþróttasambandi fatlaðar urðum þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast Axel Nikulássyni í aðdraganda Ólympíumóts fatlaðra sem fram fór í Peking í Kína 2008. Greiðvikni hans, brosmildi og hans beitti húmor var nokkuð sem við kolféllum fyrir og kunnum að meta. Sem starfsmaður sendiráðs Íslands í Kína var …
Góðir gestir mættu á skrifstofu ÍF í gær, mánudaginn 31.janúar 2022. Það voru þau Gry Ek, formaður KRAFT og Sigurjón Pétursson, fyrrv. formaður KRAFT ásamt Gaston Parage, forseta alþjóðakraftlyftingasambandsins. Það er ljóst að mikill áhugi er hjá Gaston Parage, að efla samstarf og samvinnu alþjóðakraftlyftingasambandsins við IPC, alþjóðaólympíunefnd fatlaðra. Alþjóðakraftlyftingasambandið hefur áhuga á að gefa kost á fleiri lyftingagreinum og fötlunarflokkum en keppt er …
Kjöri Íþróttafólks ársins 2021 hjá Íþróttasambandi fatlaðra var lýst á Grand Hótel í Reykjavík í dag. Í fyrsta sinn voru tveir karlmenn um hituna þegar báðir þeir Már Gunnarsson og Róbert Ísak Jónsson voru valdir íþróttamenn ársins. Þá var Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir útnefnd íþróttakona ársins og er þetta fjórða árið í röð sem hún hlýtur nafnbótina. Fráfarandi yfirmenn landsliðsmála ÍF …
Hvataverðlaun ÍF árið 2021 hljóta þeir Ingi Þór Einarsson og Kári Jónsson fráfarandi yfirmenn landsliðsmála Íþróttasambands fatlaðra. Síðustu þrjá áratugi hafa þeir Ingi Þór og Kári gegnt fjölbreyttum störfum hjá sambandinu og jafnan átt veigamikinn þátt í undirbúningi, þjálfun eða aðstoð við okkar allra fremsta íþróttafólk úr röðum fatlaðra. Ingi Þór sem sérfræðingur við sundíþróttina og Kári sem sérfræðingur við …
Evrópuleikar ungmenna verða haldnir í Finnlandi dagana 27. júní – 4. júlí 2022. Verkefnið er á vegum Evrópuhluta IPC en sá Evrópuhluti heitir EPC (European Paralympic Committee). Um er að ræða keppni fyrir ungt og efnilegt íþróttafólk 23 ára og yngri (aldursmörk eru mismunandi eftir greinum). Tilnefningar vegna verkefnisins hafa þegar verið sendar til aðildarfélaga Íþróttasambands fatlaðra. Nánari upplýsingar um …
Í dag er alþjóðadagur fatlaðra en hann hóf göngu sína árið 1992 á aðalfundi Sameinuðu þjóðanna. Markmið dagsins ár hvert er að liðka fyrir skilningi á málefnum fatlaðra, auka þátttöku og fjölbreytt aðgengi í öllum skilningi á pólitískum, félagslegum, fjárhagslegum og menningarlegum þáttum lífsins. Jafnan hefur Öryrkjabandalag Íslands veitt hvatningarverðlaun ÖBÍ þennan daginn en þegar hefur ÖBÍ tilkynnt um tilnefningar …
Þáttaröðin „Dagur í lífi“ hjá RÚV hefur vakið mikla athygli. Nýverið voru núverandi og fyrrum afreksmenn sambandsins gestir í þættinum en það eru þau Sigurrós Ósk Karlsdóttir, Hilmar Snær Örvarsson og Már Gunnarsson. Sigurrós var talsvert á undan þeim Hilmari og Má á ferðinni en hún er einn af brautryðjendum Íslands sem keppandi á Paralympics og fyrsti gullverðlaunahafi þjóðarinnar á …