Heim 2. tbl 2021 Alþjóðadagur fatlaðra er í dag!

Alþjóðadagur fatlaðra er í dag!

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Alþjóðadagur fatlaðra er í dag!
0
681

Í dag er alþjóðadagur fatlaðra en hann hóf göngu sína árið 1992 á aðalfundi Sameinuðu þjóðanna. Markmið dagsins ár hvert er að liðka fyrir skilningi á málefnum fatlaðra, auka þátttöku og fjölbreytt aðgengi í öllum skilningi á pólitískum, félagslegum, fjárhagslegum og menningarlegum þáttum lífsins.

Jafnan hefur Öryrkjabandalag Íslands veitt hvatningarverðlaun ÖBÍ þennan daginn en þegar hefur ÖBÍ tilkynnt um tilnefningar sínar þetta árið um hver hljóti hvatningarverðlaunin.

Þá stendur einnig yfir núna „World inclusion summit“ en fjölmargir standa að þeirri ráðstefnu en þar á meðal eru Alþjóða Ólympíuhreyfing fatlaðra (IPC), World Academy of Sport ásamt fleirum. Hér má nálgast tengil á ráðstefnuna.

Þá lætur íslenskt íþróttafólk úr röðum fatlaðra ekki sitt eftir liggja enda á Ísland fjóra sundmenn sem nú eru staddir í Svíþjóð að keppa á Norðurlandamótinu í 25m laug en þau eru Thelma Björg Björnsdóttir, Guðfinnur Karlsson, Þórey Ísafold Magnúsdóttir og Sonja Sigurðardóttir sem í morgun landaði silfurverðlaunum í 50m baksundi.

Mynd/ Sonja Sigurðardóttir með silfurverðlaun sín í Svíþjóð en fjórir afrekssundmenn Íslands verja helginni í Svíþjóð á Norðurlandameistaramótinu.
Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 2. tbl 2021
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Hákon tvöfaldur Íslandsmeistari: Vova og Agnar unnu í tvíliðaleik

Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í borðtennis fór fram í Hátúni í Reykjavík laugardagin…