Heim 2. tbl 2021 Axel Nikulásson — Minning

Axel Nikulásson — Minning

3 min read
Slökkt á athugasemdum við Axel Nikulásson — Minning
0
1,233

Það er stundum skrítið hvernig forlögin leika sér og leiða fólk saman. Við hjá Íþróttasambandi fatlaðar urðum þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast Axel Nikulássyni í aðdraganda Ólympíumóts  fatlaðra sem fram fór í Peking í Kína 2008. Greiðvikni hans, brosmildi og hans beitti húmor var nokkuð sem við kolféllum fyrir og kunnum að meta. 

Sem starfsmaður sendiráðs Íslands í Kína var hann sérstakur tengiliður framkvæmdaaðila leikanna við íslenska hópinn þar sem engin mál voru of lítil eða stór án þess hann leysti þau með bros á vör og smá skemmtisögu. Þannig gerði Axel okkur þann heiður með að ganga inn með íslenska hópnum við setningarathöfn leikanna 2008. Slíkt hið sama gerði hann 2012 í London þangað sem hann hafði flutt sig um set og vann þar í íslenska sendiráðinu. Í millitíðinni heimsótti Axel skrifstofu ÍF reglulega og var sambandinu innan handar um hin ýmsu mál sem þörfnuðust úrlausnar.  

Axel var maður hreinn og beinn með stórt hjarta sem hafði mikið að gefa. Slíkt ber ævistarf hans fagurt vitni.

Þakklæti og söknuður er okkur efst í huga þegar þessi góði drengur er fallinn frá.

Blessuð sé minning Axels Nikulássonar.

Fjölskyldu Axels sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur 

Fyrir hönd stjórnar og starfsfólks ÍF, Ólafur Magnússon.

„Myndir/ Jón Björn o.fl: Axel Nikulásson var Íþróttasambandi fatlaðra ómetanlegur stuðningur á Paralympics 2008 og 2012. Hann var einkar áhugasamur um starfsemi sambandsins og liðsinnti stjórn og starfsfólki með hin ýmsu mál og verkefni allt til síns hinsta dags.“

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 2. tbl 2021
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Ingeborg Eide með nýtt og glæsilegt Íslandsmet á Ítalíu

Frjálsíþróttakonan Ingeborg Eide Garðarsdóttir hefur nýlokið keppni á Jesolo 2024 Grand Pr…