Heim 2. tbl 2021 Hvataverðlaunin 2021

Hvataverðlaunin 2021

5 min read
Slökkt á athugasemdum við Hvataverðlaunin 2021
0
1,364

Hvataverðlaun ÍF árið 2021 hljóta þeir Ingi Þór Einarsson og Kári Jónsson fráfarandi yfirmenn landsliðsmála Íþróttasambands fatlaðra. 

Síðustu þrjá áratugi hafa þeir Ingi Þór og Kári gegnt fjölbreyttum störfum hjá sambandinu og jafnan átt veigamikinn þátt í undirbúningi, þjálfun eða aðstoð við okkar allra fremsta íþróttafólk úr röðum fatlaðra. Ingi Þór sem sérfræðingur við sundíþróttina og Kári sem sérfræðingur við frjálsar íþróttir. Framlag þeirra til íþrótta fatlaðra í landinu verður aldrei kallað annað en ómetanlegt. 

Ingi Þór hefur í gegnum tíðina þjálfað alla fötlunarflokka sem finnast innan raða ÍF en hann hóf fyrst að þjálfa heyrnarskerta/heyrnarlausa sundmenn sem allir náðu afbragðs árangri. Í kjölfarið nutu  þroskahamlaðir og hreyfihamlaðir sundmenn leiðsagnar hans og unnu til verðlauna á fjölda móta innanlands og á stórmótum á erlendum vettvangi. Þannig var Ingi Þór meðal þjálfara Íslands á Ólympíumótunum i Peking 2008 og Rio 2016.  

Ingi Þór Einarsson lét nýverið af störfum sem alþjóðlegur flokkari á vegum Alþjóða Ólympíuhreyfingar fatlaðra. Ingi átti stóran þátt í endurkomu þroskahamlaðra íþróttamanna inn á sjónarsviðið eftir að sá keppnisflokkur hafði verið settur í bann sökum hneykslismála sem tengdust Spánverjum. Ingi Þór er eini Íslendingurinn sem hefur starfað sem alþjóðlegur flokkari. Geta má þess að hann starfaði með flokkunarteymi IPC í sundi á Paralympics í London 2012

Kári Jónsson hefur gegnt fjölbreyttum störfum hjá ÍF sem landsliðsþjálfari, yfirmaður landsliðsmála, fararstjóri og sem nefndarmaður í Ólympíuráði svo fátt eitt sé nefnt. Kári kom fyrst að störfum hjá ÍF 1998 sem landsliðsþjálfari á HM í frjálsum íþróttum sem fram fór í Birmingham í Englandi og hefur, líkt og Ingi Þór með sundfólk, náð frábærum árangri með íslenskt frjálsíþróttafólk úr röðum fatlaðra sem unnið hafa til verðlauna á öllu helstu stórmótum fatlaðra. Þá var Kári hvatamaður að því að fatlaðir frjálsíþróttamenn æfðu í félögum ófatlaðra og var frjálsíþróttadeild Ármanns þar fremst meðal jafningja með Kára sem yfirþjálfara deildarinnar. Kári hefur síðan fylgt frjálsíþróttafólki ÍF á öll Paralymics mót síðan árið 2000 og nú síðast í Tokyo 2021. 

Það er stjórn og starfsfólki ÍF sannur heiður að veita þeim Kára Jónssyni og Inga Þór Einarssyni Hvataverðlaun Íþróttasambands fatlaðra árið 2021 og jafnframt er tækifærið notað til að afhenda þeim Gullmerki ÍF.

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 2. tbl 2021
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Afturelding af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“

Ungmennafélagið Afturelding hefur farið af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“ sem er…