Heim 2. tbl 2021 Forseti alþjóðakraftlyftingasambandsins í heimsókn hjá ÍF

Forseti alþjóðakraftlyftingasambandsins í heimsókn hjá ÍF

3 min read
Slökkt á athugasemdum við Forseti alþjóðakraftlyftingasambandsins í heimsókn hjá ÍF
0
620

Góðir gestir mættu á skrifstofu ÍF í gær,  mánudaginn 31.janúar 2022. 

Það voru þau Gry Ek, formaður KRAFT og Sigurjón Pétursson, fyrrv. formaður KRAFT ásamt Gaston Parage, forseta alþjóðakraftlyftingasambandsins.

Það er ljóst að mikill áhugi er hjá Gaston Parage, að efla samstarf og samvinnu alþjóðakraftlyftingasambandsins við IPC, alþjóðaólympíunefnd fatlaðra.  Alþjóðakraftlyftingasambandið hefur áhuga á að gefa kost á fleiri lyftingagreinum og fötlunarflokkum en keppt er í á Paralympics. Þar er keppt í bekkpressu í flokki hreyfihamlaðra. Unnið er að því að efla samstarf við alþjóðasamtök einstaka fötlunarhópa og nú þegar hefur verið staðfestur samstarfssamningur við Special Olympics Int. sem hefur skilað sér í fleiri tækifærum fyrir iðkendur. Á alþjóðavettvangi hafa einstaka greinar innan IPC verið að færast til alþjóðasérsambanda og sú þróun heldur áfram. 

ÍF hefur átt mjög gott samstarf við Kraftlyftingasamband Íslands undanfarin ár og fulltrúar KRAFT hafa aðstoðað við skipulag Íslandsmóta ÍF í lyftingum. 

Fyrirhugað er að skrifa undir samstarfssamning ÍF og KRAFT en vegna Covid 19 hefur það dregist.  Stefnt er að því að auka samstarf enn frekar bæði hvað varðar aðgengi að æfingum og mótum.

Þessi heimsókn var sérlega ánægjuleg og næstu skref eru að fylgja eftir undirskrift samstarfssamnings ÍF og KRAFT, vinna að eftirfylgni aukins samstarfs  og skipuleggja Íslandsmót ÍF í lyftingum 2022.

Á myndinni eru f.v. Gaston Parage, forseti aþjóðakraftlyftingasambandsins, Ólafur Magnússon, ÍF, Gry Ek formaður KRAFT, Anna Karólína Vilhjálmsdóttir, ÍF og Sigurjón Pétursson fyrrv. formaður KRAFT

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 2. tbl 2021
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Afturelding af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“

Ungmennafélagið Afturelding hefur farið af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“ sem er…