Hjálpartæki til að fylgja eftir mikilvægri endurhæfingu, ekki talið nauðsynlegt og styrkbeiðni hafnað. Íþróttasamband fatlaðra fagnar þeirri áherslu sem landslæknisembættið, ríki, sveitarfélög og stofnanir hafa sett á heilsueflandi samfélag og gildi hreyfingar. Fyrir fólk með hreyfihömlun er öll þjálfun gífurlega mikilvæg og því mætti ætla að „kerfið“ hvetji til sjálfsbjargarviðleitnis og styðji þá einstaklinga sem vilja komast um án aðstoðar og styrkja sitt …