
RÚV fjalaði í gær um baráttu Önnu Guðrúnar og sigur hennar. Anna Karólína var Önnu Guðrúnu innan handar í málinu og sagði meðal annars „Og það sem mér finnst svo afhjúpandi er að það er eins og þeir sem voru að taka á móti beiðninni hafi reynt að finna það eina sem var hægt að hanga á og túlka það sem svo að hún hafi ekki nauðsynlega þurft á þessu tæki að halda til þess að komast ferða sinna. Sem er ótrúlega langsótt og mikil vanvirðing við hreyfihamlað fólk,“
Anna Guðrún er fyrrum starfsmaður ÍF og stofnandi íþróttafélagsins NES á Suðurnesjum.