Heim 2. tbl 2019 Árlegt minningarmót Harðar Barðdals

Árlegt minningarmót Harðar Barðdals

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Árlegt minningarmót Harðar Barðdals
0
285

Árlegt minningarmót Harðar Barðdal fór fram í Hraunkoti, á æfingasvæði golfklúbbsins Keilis mánudaginn 24. júní 2019. Fólk á öllum aldri mætti til leiks í blíðskaparveðri í Hafnarfirði. 

Í flokki fatlaðra sigraði Sigurður Guðmundsson og í flokki ófatlaðra sigraði Hjördís Magnúsdóttir. Framfarabikar GSFÍ hlaut Eyrún Birta Þrastardóttir en Ólafur Ragnarsson tók við bikarnum þar sem hún var ekki á staðnum. 

Í 2. sæti í flokki fatlaðra var Kristbergur Jónsson og 3. sæti Elín Fanney Ólafsdóttir. Í flokki ófatlaðra var í 2. sæti Brynja Valdimarsdóttir (Frans Sigurðsson tók á móti hennar verðlaunum) og 3. sæti Kristmann Magnússon.

ÍF þakkar GSFÍ og sérstaklega Ólafi Ragnarssyni og Frans Sigurðssyni fyrir skipulag mótsins. Þjálfari GSFÍ-hópsins, Karl Ómar Karlsson, hefur náð góðum árangri og starfið blómstrar. Golfklúbburinn Keilir fær þakkir fyrir frábært samstarf og stuðning við golfstarf GSFÍ.

Sækja skyldar greinar
Load More By merla
Load More In 2. tbl 2019
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Glimrandi stemmning hjá SO hópi Hauka

Special Olympics hópur Hauka i Hafnarfirði eflist með hverju ári. Haukar sendu 3 lið á min…