Heim 2. tbl 2019 Hvað er „trainer“ ?

Hvað er „trainer“ ?

3 min read
Slökkt á athugasemdum við Hvað er „trainer“ ?
0
1,295

Arnar Helgi Lárusson skaut sér inn á sjónarsvið íþrótta fatlaðra sumarið 2014 þegar hann vann til bronsverðlauna á Evrópumeistaramóti fatlaðra í frjálsum íþróttum í hjólastólakappakstri. Síðustu misseri hefur Arnar Helgi lagt stund á handahjólreiðar en báðar greinar eru svokallaðar búnaðsgreinar, greinar sem íþróttafólk framkvæmir með búnaði á borð við kappaksturshjólastóla og handahjól.

Eins og gefur að skilja geta aðstæður verið margbreytilegar á Íslandi. Af þeim sökum notast hjólreiðafólk á borð við Arnar við svokallaða „trainers“ eða „þjálfa.“
„Það er magnað að geta æft heima, þurfa ekki að fara neitt heldur bara skríða upp í hjólið og byrja að hjóla, allt hjólreiðafólk á svona,“ segir Arnar Helgi sem notar þjálfann nánast daglega þar sem hann hjólar heima um það bil 21 kílómetra á dag! „Svona tæki fást í öllum betri hjólreiðaverslunum og það er gríðarleg hagræðing fólgin í því að geta stundað sína íþrótt heima hjá sér,“ segir hann.

Arnar segir að svona tæki fáist bæði hérlendis og erlendis og kostnaðurinn sé mismunandi, sjálfur stefni hann að því að koma sér upp þjálfa með skjá sem mun einnig geta boðið upp á stillingar eins og brekkur og fleiri áskoranir. „Búnaðurinn er ódýr miðað við notagildi hans,“ fullyrðir Arnar í samtali við Hvata og hentar búnaðurinn að sögn Arnars öllum, byrjendum jafnt sem atvinnumönnum.

Eins og myndirnar sýna eru „þjálfarnir“ mismunandi. Annar er fyrir hjólastólakappaksturinn og það tæki smíðaði Arnar sjálfur en þjálfann fyrir handahjólreiðarnar keypti hann í hjólreiðaverslun.

Sækja skyldar greinar
  • Evrópumót Virtus

    Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…
  • Evrópuleikar ungmenna

    Evrópuleikar ungmenna – European Para Youth Games (EPYG) hafa verið haldnir frá árin…
  • Ein af betri æfingaaðstöðum á landinu

    Borðtennisfélag Reykjanesbæjar fékk nýveri ðafnot hluta af gömlu slökkvistöðinni í Reykjan…
Load More By merla
Load More In 2. tbl 2019
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Evrópumót Virtus

Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…