Heim 2. tbl 2019 Afrekshópur ÍF í mjög góðu líkamlegu formi
— Kolbrún afhenti ÍF eintak af MEd-lokaverkefni sínu frá HR

Afrekshópur ÍF í mjög góðu líkamlegu formi
— Kolbrún afhenti ÍF eintak af MEd-lokaverkefni sínu frá HR

3 min read
Slökkt á athugasemdum við Afrekshópur ÍF í mjög góðu líkamlegu formi
— Kolbrún afhenti ÍF eintak af MEd-lokaverkefni sínu frá HR
0
1,334

Kolbrún Sjöfn Jónsdóttir, nýútskrifuð frá Háskólanum í Reykjavík með MEd-gráðu í heilsuþjálfun og kennslu, afhenti Íþróttasambandi fatlaðra nýverið eintak af lokaverkefni sínu í náminu. Efnið tengist beint þjálfun og líkamsástandi fatlaðs afreksíþróttafólks.

Verkefnið ber heitið Hentugleiki staðlaðra mælinga til að meta líkamsástand, styrk og hreyfigetu fatlaðs afreksíþróttafólks. Dr. Ingi Þór Einarsson var leiðbeinandi en verkefnið var unnið fyrir ÍF og mælingar voru m.a. í samstarfi við þjálfara á afreksbúðum ÍF.

Verkefnið byggir á rannsókn sem gerð var á 20 þátttakendum sem allir tilheyra afrekshópi Íþróttasambands fatlaðra og æfa sund eða frjálsar íþróttir. Þátttakendur verkefnisins eru með mismunandi fatlanir, bæði líkamlegar og vitsmunalegar, og þreyttu þeir samtals níu próf eða mælingar. Þau próf sem notuð voru í verkefninu voru tvö fínhreyfipróf (12 kubba turn og raða 18 kubbum á spjald), þrjú líkamshreystipróf (armbeygjur, kviðkreppur og uppstökk), þrjár líkamsmælingar (hæð, þyngd og ummálsmælingar) og að lokum FMS-próf sem metur hreyfigetu og -mynstur.

Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að mælingarnar sem notaðar voru til að meta líkamsástand, hentuðu íþróttafólkinu vel þrátt fyrir fjölbreyttar fatlanir. Sjónskertir og þroskahamlaðir áttu nokkuð auðvelt með að framkvæma styrktar- og hreyfigetuprófin. Þau próf hentuðu síður þeim sem eru með mikla líkamlega skerðingu en fínhreyfiprófin hentuðu vel þeim hópi. Niðurstöðurnar bentu til þess að aðlaga þurfi þau stöðluðu próf, sem meta styrk og hreysti, að þeim sem eru með meðalmikla til mikla líkamlega skerðingu. Að lokum sýndu niðurstöður mælinganna að afrekshópur Íþróttasambands fatlaðra samanstendur af íþróttafólki í mjög góðu líkamlegu formi.

Sækja skyldar greinar
  • Evrópumót Virtus

    Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…
  • Evrópuleikar ungmenna

    Evrópuleikar ungmenna – European Para Youth Games (EPYG) hafa verið haldnir frá árin…
  • Ein af betri æfingaaðstöðum á landinu

    Borðtennisfélag Reykjanesbæjar fékk nýveri ðafnot hluta af gömlu slökkvistöðinni í Reykjan…
Load More By merla
Load More In 2. tbl 2019
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Evrópumót Virtus

Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…