Heim 2. tbl 2019 HVAR ERU ÞAU Í DAG? — Sigurrós Ósk Karlsdóttir sundkona

HVAR ERU ÞAU Í DAG? — Sigurrós Ósk Karlsdóttir sundkona

1 min read
Slökkt á athugasemdum við HVAR ERU ÞAU Í DAG? — Sigurrós Ósk Karlsdóttir sundkona
0
194

Í þessum nýja dálki í Hvata höfum við uppi á fyrrverandi afreksíþróttafólki úr röðum fatlaðra og leitum svara við því hvar þau eru í dag og við hvað þau eru að fást. Fyrst til að fá slíka kynningu er Sigurrósk Ósk Karlsdóttir, fyrsti íslenski gullverðlaunahafinn á Ólympíumóti fatlaðra.

Sigurrós Ósk Karlsdóttir sundkona        
Gullverðlaun á Ólympíumóti fatlaðra í Hollandi árið 1980. 

Sigurrós er búsett í Reykjavík og vinnur í Hagkaup. Aðaláhugamál hennar í dag er að prjóna og hekla og hún er í mörgum prjóna- og heklhópum. Sigurrós hefur í gegnum tíðina æft boccia og borðtennis og náð Íslandsmeistaratitli í báðum greinum auk árangursins í sundi.
Hún á tvö börn, þau Sigríði Ósk Sigurrósardóttir, 21 árs, og Tómas Sigurrósarson, 18 ára.

Skilaboð Sigurrósar til ungra og efnilegra iðkenda í dag eru þau að vera jákvæð og gera sitt besta

Mynd: Sigurrós á Íslandsmóti ÍF í borðtennis 2009.

Sækja skyldar greinar
Load More By merla
Load More In 2. tbl 2019
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

ÍSÍ hvetur til hreysti

Sumir hlutir fást ekki keyptir úti í búð, ekki einu sinni í nýjustu vefverslunum. Þar á me…