Heim 1. tbl 2020 - ÍF „Ég hef verið svo heppinn að hafa einn besta skíðagönguþjálfara landsins með mér í þessu“

„Ég hef verið svo heppinn að hafa einn besta skíðagönguþjálfara landsins með mér í þessu“

4 min read
Slökkt á athugasemdum við „Ég hef verið svo heppinn að hafa einn besta skíðagönguþjálfara landsins með mér í þessu“
0
1,401

Kristinn Vagnsson hefur verið að æfa og keppa á gönguskíðum og notar hjólaskíði til að halda sér í formi á sumrin. Hann situr í sérhönnuðum stól frá fyrirtækinu Spokes´s n Motion en eigandi er Paul Speight sem hefur verið sérlegur bakhjarl ÍF og aðstoðað með kaup á sérhönnuðum útivistarbúnaði.

Kristinn var spurður hvernig hefði gengið að æfa og keppa í vetur og  gefum honum orðið; 

 „ Þetta ár er búið að vera lærdómríkt í meira lagi, ýmislegt sem ég hef gert snarvitlaust og annað sem ég hef gert rétt, þetta er lærdómsferli sem gott er að ganga í gegn um. Gönguskíðaíþróttin er tækniíþrótt sem reynir á haus og líkama, sérstaklega þegar þú ert komin á Sit-ski þá er tæknin 70 -80% þó ekki sé dregið úr gildi þess að hafa líkamlegan styrk. Það má segja að það taki 1 ár að læra á gönguskíði og hjólaskíði, gera mistök og halda áfram að ná taktinum.

Það sem ég hef fengið með því að spyrja mér reyndari menn meðal annars í landsliði USA er eins og þeir segja æfing-æfing-æfing út í eitt, það er það sem ég er að einbeita mér að þessa dagana

Að fara aldrei undir 50-60km á vikur á hjólaskíðum. Eg hef verið svo heppinn að hafa einn besta skíðagönguþjálfara landsins með mér í þessu hann Óskar Jakobsson í Sportval hann heldur mér við efnið í þessum málum.

Síðasliðin vetur var skrítinn, misjöfn veður og covid 19 sem settu strik í reikninginn. Við  fórum í Dolomitenlauf í Austurríki 42km sem gekk vel, kláraði á flottum tíma. Við Óskar reyndum svo við Marcialong 70km en þurftum frá að hverfa vegna versta gönguskíðafæris í þessari göngu í 30 á. Við náðum að klára um 20km áður en við hættum. Ég ætlaði svo í Vasa open 90km en þar  var svipað vandamál, klaki og fljúgandi hálka yfir stórum hluta leiðarinnar þannig að af öryggisástæðum var ákveðið að fara ekki í Vasa Open.

Framundan er að ná sér í alþjóðleg keppnisréttindi í haust ef Covid leyfir. Annars er framtíðin björt og ég hlakka til næsta veturs en miðað við veðrið síðastliðinn vetur er ég örugglega einn af fáum sem gera það 😊

Kristinn ásamt konu sinni Guðnýju Sigurðardóttur

Sækja skyldar greinar
  • Evrópumót Virtus

    Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…
  • Evrópuleikar ungmenna

    Evrópuleikar ungmenna – European Para Youth Games (EPYG) hafa verið haldnir frá árin…
  • Ein af betri æfingaaðstöðum á landinu

    Borðtennisfélag Reykjanesbæjar fékk nýveri ðafnot hluta af gömlu slökkvistöðinni í Reykjan…
Load More By merla
Load More In 1. tbl 2020 - ÍF
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Evrópumót Virtus

Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…