Heim 1. tbl2020 ávarp Ávarp formanns

Ávarp formanns

6 min read
Slökkt á athugasemdum við Ávarp formanns
0
1,234

Ágæti lesandi!

Nú á tímum COVID-19 er búið að fresta Paralympics, Tokyo2020, um heilt ár. Allar áætlanir ÍF vegna undirbúnings leikanna hafa raskast. Hætta varð við þátttöku í nokkrum erlendum mótum sem búið var að fjármagna að hluta eða öllu leyti. Misjafnlega hefur gengið að endurheimta fjármuni sem búið var að leggja út fyrir vegna þessa. 

Yfirmenn landsliðsmála ÍF hafa sett upp nýtt plan sem forysta ÍF hefur staðfest. Margt er þó enn óljóst og því er planið sett fram með mörgum fyrirvörum. Áætlað er að Tokyo2020 Paralympics hefjist 24. ágúst 2021. Ganga áætlanir út á að undirbúa þátttöku íslenskra íþróttamanna með bestum hætti eins og kostur er í stöðunni. 

Þegar þetta er skrifað stefnir allt í að íþróttastarf í landinu komist í fullan gang í byrjun júní 2020. Ef áætlun sóttvarnalæknis og almannavarna ganga eftir þá getum við farið að stunda íþróttir og undirbúa okkur undir komandi keppnir að fullum krafti. Við þurfum áfram að gæta að okkur, virða reglur um fjarlægð og muna að þvo okkur reglulega um hendur sem og spritta okkur. Forysta ÍF hefur á tímum COVID-19 notið ráðgjafar fagteymis ÍF, sem áður var kallað „læknaráð ÍF“. Ég vil þakka þeim aðstoðina og stuðningin við starfsemi ÍF. Forysta ÍF mun áfram sem hingað til stíga varlega til jarðar og fara að ráðum Fagráðsins sem og sóttvarnalæknis, landlæknis og almannavarna.

ÍF endurnýjaði samninga við afreksíþróttafólk sitt nú nýverið, en á síðasta ári voru 15 íþróttamenn á styrktarsamningi og skilgreindir í afreksíþróttahóp ÍF. Einn aðili hefur ákveðið að hætta keppni og dettur því úr hópnum meðan yfirmenn landsliðsmála hjá ÍF hafa mælt með tveimur nýjum einstaklingum inn í hópinn. Það er því mér mikil ánægja að segja frá því að nú eru 16 íþróttamenn á styrk og þar með í afreksíþróttahópi ÍF. Með samningum þessum er útlistað og skráð hver eru réttindi og skyldur íþróttamannanna við ÍF, íþróttafélagið sitt og ÍSÍ. Fjárhagslegur bakhjarl ÍF í gerð þessara samninga er Afreksíþróttasjóður ÍSÍ og samstarfsaðilar ÍF.  HH

ÍF gefur út tímaritið HVATA tvisvar á ári. Blaðið hefur ávallt verið gefið út á prenti en nú verður breyting á því stjórn ÍF ákvað að gefa það nú út í rafrænu formi. Þetta er gert í ljósi ástandsins í kringum COVID-19 og má einnig segja að um tilraun sé að ræða. Stofnuð hefur verið ný vefsíða fyrir blaðið og mun það framvegis verða birt með þessum hætti ásamt því að ákveðið upplag verður prentað og sent út. Með rafrænu útgáfunni gefst kostur á að hafa aukið myndefni og jafnframt hreyfimyndir (video) sem nú eru birtar á „YouTube“ síðu ÍF.

Það er von mín og trú að við séum komin á beinu brautina og losnum við COVID-19 frá Íslandi. Óvissan er með umheiminn og hversu langan tíma það mun taka að koma fram með bóluefni nú eða að heimurinn nái að losa sig við þessa óværu, en það er sagt nánast ómögulegt, en það má alltaf vona, gerum það. 

Gleðilegt íþróttasumar.

Þórður Árni Hjaltested, formaður ÍF

Sækja skyldar greinar
  • Evrópumót Virtus

    Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…
  • Evrópuleikar ungmenna

    Evrópuleikar ungmenna – European Para Youth Games (EPYG) hafa verið haldnir frá árin…
  • Ein af betri æfingaaðstöðum á landinu

    Borðtennisfélag Reykjanesbæjar fékk nýveri ðafnot hluta af gömlu slökkvistöðinni í Reykjan…
Load More By merla
Load More In 1. tbl2020 ávarp
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Evrópumót Virtus

Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…