Heim 1. tbl 2022 María og Jón Ingi með frábæra frammistöðu í Danmörku

María og Jón Ingi með frábæra frammistöðu í Danmörku

2 min read
Slökkt á athugasemdum við María og Jón Ingi með frábæra frammistöðu í Danmörku
0
1,026

Heimsmeistaramótið í kraftlyftingum fór nýverið fram í Viborg í Danmörku. Samhliða HM var einnig keppt í Special Olympics kraftlyftingum þar sem Jón Ingi Guðfinnsson og María Sigurjónsdóttir bæði frá Suðra voru fulltrúar Íslands.

Jón Ingi keppti í -66kg flokki og María í +84 kg flokki. Jón Ingi lyfti 65 kg í hnébeygju, 60 kg í bekkpressu og 120 kg í réttstöðulyftu. María lyfti 50 kg í hnébeygju , 42,5 í bekkpressu og 90 kg í réttstöðulyftu. Jón Ingi landaði silfurverðlaunum í karlaflokki en María gullverðlaunum í kvennaflokki. Alls sjö keppendur voru á mótshluta Special Olympics samhliða HM.

Lára Bogey Finnsdóttir starfsmaður Kraft sagði mótahaldið hafa gengið vel í Danmörku: „Þessi keppni hefur alla burði til að stækka og það er gaman að hafa svona samliggjandi keppnir sem gaf t.d. íslenska hópnum mjög gott færi á því að kynnast vel. Þetta var reynsla á báða bóga og ljóst að þetta verður gert aftur ef mótshaldarar HM hafa það í hyggju að reka Special Olympics lyftingamót samhliða HM.“

Nánar er fjallað um HM á heimasíðu KRAFT

Myndir/KRAFT

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 1. tbl 2022
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Ólafur S. Magnússon lætur af störfum eftir farsælan feril hjá Íþróttasambandi fatlaðra ÍF

Ólafur Sigurbjörn Magnússon hefur látið af störfum hjá Íþróttasambandi fatlaðra og ákveðið…