Heim 1. tbl 2022 Bretar og Frakkar halda HM í frjálsum og sundi 2023

Bretar og Frakkar halda HM í frjálsum og sundi 2023

3 min read
Slökkt á athugasemdum við Bretar og Frakkar halda HM í frjálsum og sundi 2023
0
920

Heimsmeistaramót IPC í sundi og frjálsum 2023 fara bæði fram í Evrópu en HM í sundi verður í Manchester í Bretlandi og HM í frjálsum í París í Frakklandi. Bæði þessi mót verða ein stærstu mótin áður en Paralympics fara fram í París í Frakklandi sumarið 2024.

Heimsmeistaramótið í frjálsum fer fram í París dagana 8.-17. júlí 2023 og verður stærsta alþjóðlega mótið í Frakklandi fyrir Paralympics 2024. Mótið fer fram á Charlety vellinum sem nokkrir íslenskir afreksíþróttamenn úr röðum fatlaðra ættu að þekkja orðið nokkuð vel. Síðustu ár hafa Frakkar einmitt verið duglegir að halda mót á vellinum á heimsmótaröð IPC í frjálsum. Síðasta heimsmeistaramót í frjálsum fór fram árið 2019 og var þá haldið í Dubai þar sem liðlega 1300 íþróttamenn frá 92 þjóðlöndum tóku þátt. Heimamenn í París búa sig nú undir að halda jafnvel enn stærra mót á næsta ári.

Frétt IPC um HM í frjálsum í París

Heimsmeistaramótið í sundi hefst skömmu eftir HM í frjálsum eða 31. júlí – 6. ágúst 2023. Mótið fer fram í Manchester í Brelandi og verður í þriðja sinn sem HM í sundi fer fram þar í landi en áður var HM í sundi í Brelandi árið 2019 og 2015. Árið 2019 voru rúmlega 600 keppendur frá 73 þjóðlöndum á mótinu og líkt og HM í frjálsum eru Bretar að búa sig undir enn stærra mót að þessu sinni. Mótið fer fram í Manchester Aquatics Centre sem var byggt sérstaklega fyrir Commonwealth leikana 2002.

Frétt IPC um HM í sundi í Manchester

Gera má ráð fyrir að fjöldi íslenskra afreksmanna hafi nú sett mið sitt á bæði heimsmeistaramótin en næstu mánuðir verða afar mikilvægir fyrir okkar fólk í því að tryggja sér farseðilinn til Parísar á Paralympics 2024.

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 1. tbl 2022
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Hákon tvöfaldur Íslandsmeistari: Vova og Agnar unnu í tvíliðaleik

Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í borðtennis fór fram í Hátúni í Reykjavík laugardagin…