Íslenski keppnishópurinn á Evrópumeistaramóti IPC í frjálsum er mættur til Póllands en mótið fer fram þar í landi dagana 1.-5. júní næstkomandi. Alls fimm keppendur verða við mótið frá Íslandi en þau eru Patrekur Andrés Axelsson, Hulda Sigurjónsdóttir, Stefanía Daney Guðmundsdóttir, Ingeborg Eide Garðarsdóttir og Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir.
Með þeim í för eru Kári Jónsson fararstjóri og annar tveggja yfirmanna landsliðsmála hjá ÍF, Melkorka Rán Hafliðadóttir þjálfari, Helgi Björnsson aðstoðarhlaupari og Ásmundur Jónsson nuddari.
Keppnisdagskrá Íslands í Póllandi:
1. júní
Hulda Sigurjónsdóttir, Ármann – kúluvarp F20, úrslit.
Ingeborg Eide Garðarsdóttir, Ármann – kringlukast F38
2. júní
Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir, FH – langstökk T37
Patrekur Andrés Axelsson, FH – 400m hlaup T11
3. júní
Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir, FH – kúluvarp F37
Ingeborg Eide Garðarsdóttir, Ármann – kúluvarp F37
Stefanía Daney Guðmundsdóttir, Eik – 400 hlaup T20.
Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir, FH – 200m hlaup T37
4. júní
Stefanía Daney Guðmundsdóttir, Eik – langstökk T20
5. júní
Patrekur Andrés Axelsson, FH – 100m hlaup T11
Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir, FH – 100m hlaup T37
Hægt verður að fylgjast með úrslitum mótsins hér á heimasíðu IPC
Einnig verður hægt að fylgjast með í beinni netútsendingu á Facebook-síðu ÍF
Mynd/ Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir í langstökkskeppninni á HM Í Dubai 2019