Heim 1. tbl 2021 Már annar inn í úrslit kvöldsins

Már annar inn í úrslit kvöldsins

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Már annar inn í úrslit kvöldsins
1
881

Már Gunnarsson varð áðan annar inn í úrslit kvöldsins í 100m baksundi á Evrópumeistaramóti IPC sem nú stendur yfir í Madeira í Portúgal. Heimamaðurinn Marco Meneses var með besta tímann í undanrásum á 1:11.14 mín.

Íslandsmet Más í greininni er 1:10,43 mín. og hefur staðið síðan á HM í London þar sem hann vann til bronsverðlauna í greininni. Heims- og Evrópumetið í greininni er í eigu úkraínumannsins Dmytro Zalevskyi en það er 1:06,66 mín og var sett á Paralympics í Río 2016.

Már verður því í úrslitum kvöldsins og má sjá hann í beinni á Facebook-síðu ÍF í kvöld þar sem hann mun selja sig dýrt við að slást um önnur verðlaun Íslands á mótinu.

Sækja skyldar greinar
  • Evrópumót Virtus

    Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…
  • Evrópuleikar ungmenna

    Evrópuleikar ungmenna – European Para Youth Games (EPYG) hafa verið haldnir frá árin…
  • Ein af betri æfingaaðstöðum á landinu

    Borðtennisfélag Reykjanesbæjar fékk nýveri ðafnot hluta af gömlu slökkvistöðinni í Reykjan…
Load More By merla
Load More In 1. tbl 2021
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Evrópumót Virtus

Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…