Ásvallamót SH í sundi fór fram í Hafnarfirði um síðustu helgi. Þrjú ný Íslandsmet í keppni fatlaðra féllu við mótið.
Heimamaðurinn Róbert Ísak Jónsson, SH/Fjörður, bætti eigið met í 400m fjórsundi þegar hann synti á 4:53,02 mín. Gamla metið hans var 4:59,70mín.
Sonja Sigurðardóttir frá ÍFR setti Íslandsmet í 100m baksundi S4 þegar hún synti á 2:14,44 mín. Fyrra met hennar var 2:14,50mín. Þá setti Sigrún Kjartansdóttir frá Firði nýtt met í flokki S16 þegar hún synti 200m skriðsund á 3:19,29mín.